fbpx

CURRENT CRAVING

BörnFerðalögFöt

IMG_3367

547369_10151032912894793_1416797480_n

946513_10151707446254793_304479929_n

 

Flestir sem hafa lesið bloggið mitt vita hvaða dálæti ég hef á sundbolum. Það er svo miklu skemmtilegra og betra að fara í sund í vel sniðnum sundbol en (stundum) hálf lafandi bikiníi sem gerir línunum oftast engann greiða. Ef það er eitthvað sem ég kaupi mér aftur og aftur að þá eru það sundbolir en ég vel þá mjög vandlega og sleppi ekki að kaupa mér góðan bol ef ég rekst á hann. Ég var t.d í COS um daginn og fann þennan plein svarta, frábæra og stífa sundbol þar, sjá HÉR. Hann gerir nákvæmlega það fyrir línurnar sem við viljum að hann geri og því mæli ég með að þið kíkið á og mátið, ef þið eigið leið hjá slíkri verslun.

Ég og Victoria´s Secret fyrirsætan Doutzen Kroes deilum augljóslega sama smekk á sundbolum.

 

Screen Shot 2015-04-26 at 15.30.19

 

Screen Shot 2015-04-26 at 15.31.04

 

… og því er augljóslega núna komið að MÉR að eignast þennan svart/hvíta tigerbol frá ástralska merkinu We Are Handsome, sjá HÉR. Ég er gjörsamlega með hann á heilanum en það virðist vera algjörlega ómögulegt að fá hann. Ég er samt ekki búin að gefa upp vonina og með minni góðu heppni fæ ég hann í hendurnar einn góðan veðurdag ;-)

 

Screen Shot 2015-04-26 at 15.31.17

swimwear-tiger-for-children-popupshop-maralex-kids

 

Þessi löngun mín í tigersundbolinn gekk svo langt að ég kannaði hvað tiger-barnasundbolurinn á petit.is væri til stór. Það þarf líklegast ekki að taka það fram, en hann passaði semsagt ekki ( haha!!). Mér finnst tigermunstur á börnum venjulega alls ekki skemmtilegt, en svona fallegar myndir er eitthvað allt annað og því myndi ég kaupa svona sundbol á skottuna mína ( ef ég ætti eina :-), og þá værum við í stíl í sundi í sumar :-)

UPDATE: INSTASPAM

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Inga

    26. April 2015

    kronkron átti þessa týpu til síðast þegar ég kíkti þangað :)

    • Ása Regins

      27. April 2015

      Hjarta mitt tók auka slag þegar ég las þetta komment og því var ekkert annað í stöðunni en að hringja strax í morgun í Kron Kron og kanna málið. Þessi bolur er því miður ekki til þar núna en þeir eiga aðra sem eru líka skemmtilegir :-)

      Takk kærlega fyrir þessa ábendingu engu að síður :-)

      • Inga

        27. April 2015

        ahh æj en leiðinlegt!

  2. Sara

    27. April 2015

    Sammála með sundbolina en eini stóri gallinn er agarlega ljótt sundbolafar og hvítur magi! ;)

    • Ása Regins

      27. April 2015

      haha.. já.. ef það er svo mikil sól skellum við okkur auðvitað í bikiníið ;-)

  3. Ásdís

    27. April 2015

    …elska svona “one shoulder” sundboli !!! Buin að leita mér að svoleiðis í nokkur ár :-/
    Veistu hvar eru til þannig ?
    Mer finnst voðalega erfitt að finna sundbol, en allt sem ég finn er “ömmulegt” með rykkingum og of mikið af detales :-O
    Eina sem ég hef séð sem er plain er frá danska “north” en èg þarf að finna stað sem selur þa svo eg geti mátað ;-) þeir væru örugglega e-d fyrir þinn smekk :-)

    • Ása Regins

      27. April 2015

      Já one shoulder sundbolir eru alveg mitt uppáhald líka. Ég hef þó ekki séð svoleiðis lengi, en þennan sem ég er í á myndinni keypti ég í Grikklandi fyrir nokkrum árum.

      En já þú hittir naglann á höfuðið með North, ég myndi t.d kaupa mér þessi nærföt hérna:http://north.dk/lingerie/40-faano-naked-top.html …. og margt fleira :D

    • Aldís

      28. April 2015

      Victorias Secret er alltaf með slatta af sundbolum – sumum ömmulegum og öðrum hot :) Og alltaf eitthvað one shoulder. Auðvitað vesen ef þú vilt máta en stærðirnar þeirra eru yfirleitt frekar áreiðanlegar ef þú getur miðað við eitthvað annað frá þeim.

  4. Helga

    29. April 2015

    En hvað ég er sammála- fallegir sundbolir eru alveg uppáhalds. Takk fyrir ábendinguna, kíki í KronKron:)