Við erum á leiðinni að skoða leikskóla fyrir Emanuel og því tilefni til að dressa sig örlítið upp. Þökk sé þessu tryllitæki nennti ég að strauja skirtuna hans – annars hefði hann farið í einhverju öðru.
Ef þið eigið ekki svona borðstrauborð (lítið strauborð sem þú setur á eldhúsborðið) þá verðið þið að eignast það. Þetta er must have á hvert heimili !! Þó þú hafir ekkert pláss, þá kemst þetta fyrir. Það eru krókar á því til að hengja það á slána í fataskápnum þannig það fer ekkert fyrir þessu. Eftir að við eignuðumst okkar erum við fjölskyldan talsvert sléttari en áður :-)
Buxurnar hans Ema eru úr vorlínu ZARA og eru ansi töffaralegar, eins og þið sjáið.
Skrifa Innlegg