fbpx

BOOTY BALLET Í WORLD CLASS

Hreyfing

Við Íslendingar erum svo miklir snillingar á mörgum sviðum og það sér maður líklegast best þegar maður flytur út fyrir landssteinana. Eitt af því sem við erum mjög framarlega í, vil ég meina, er líkamsrækt en Ítalir ná ekki með tærnar þar sem við höfum hælana. Það nánast líður ekki sá dagur að ég sé fjölbreytt og spennandi námkeið auglýst á facebook og í hvert skipti hugsa ég að þetta VERÐ ég að prufa næst þegar ég kem heim.

 

10172427_10203507103381212_876529797_o

 

Eitt af þessum námskeiðum sem mig dauðlangar til að mæta á er Booty Ballet. Ég spurðist aðeins til fyrir um þetta námskeið en þá var mér sagt að það sé blanda af ballett, styrkjandi æfingum fyrir rass, læri og kvið og æfingum frá Tracy Anderson sem við elskum ( sjá hér  ). Útkoman á að vera grennri líkami, tónaðir, langir og fallegir vöðvar. Nei, það hljómar ekki illa !

Þú þarft ekki að hafa neinn grunn í ballett né öðrum dansíþróttum og fólk á öllum aldri er velkomið. Ég veit að kennarinn hún Hanna Guðný tekur vel á móti ykkur öllum með sinni léttu lund og fallega brosi í heitum sal í World Class Laugum í dag klukkan 16:30.

INSTAGRAM

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hafdís

    4. April 2014

    Mikið er ég sammála þér! Hvorki hérna á Spáni eða í Þýskalandi var neitt af ráði í boði og ég er alltaf eina stelpan að lyfta lóðum! Það er svakalegur munur á því hvað Íslenskar konur gera í ræktinni og systur okkar í evrópu.