fbpx

ALDÍS PÁLSDÓTTIR: CANON WEDDING PHOTOGRAPHER´S CONTEST

ÍslandMyndir

Screen Shot 2014-03-05 at 23.09.05

Aldís Pálsdóttir ljósmyndari er þessa dagana að taka þátt í brúðkaups-ljósmyndasamkeppni á netinu sem haldin er á vegum Canon.

Aldís er afar fær í sínu fagi en hún hefur tekið óteljandi fallegar myndir sem m.a prýða mörg heimili landsins, hvort sem það eru brúðkaups eða fjölskylduljósmyndir. Ég veit að það eru því margir sem hugsa hlýtt til Aldísar og eru til í að styðja við bakið á henni í þessari alþjóðlegu keppni þar sem margir hæfileikaríkir ljósmyndarar taka þátt.

HÉR er linkur á prófílinn hennar, facebook “læk”takkinn er uppi til hægri og svo er einnig hægt að láta sér líka við stakar myndir og það er þá gert með því að stækka myndina og smella á facebook “like” takkann sem birtist á miðri myndinni.

458749_10151022247434793_564378442_o

Á meðal þeirra mynda sem Aldís sendi inn er þessi mynd af okkur Emil sem tekin var á Laugarnestanga 16.júní 2012.

Við Íslendingar erum með svo frábært facebook-landslið, vinnum þessa keppni líka ;-)

EITT TONN AF TEI

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Aldís er langbest, hún veit einmitt að hún er bókuð í mitt brúðkaup um leið og dagsetningin hefur verið ákveðin. Aldís tók einmitt dásamlegu myndirnar af fæðingunni minni – gull af manneskju og stórkostlegur ljósmyndari <3

  2. Hófí Magnúsd.

    6. March 2014

    vá vá vá hvað þetta er falleg mynd af ykkur!

  3. Harpa

    6. March 2014

    Svaka falleg mynd af ykkur hjónum. Mig langar að forvitnast hvort þú ættir leggings eða tights frá þessu merki: http://www.calzedonia.it/ Mig langar sjúklega mikið í margt þarna en datt í hug að spyrja þig fyrst, þar sem merkið er ítalskt ;)

    • Ása Regins

      12. March 2014

      Hæ Harpa og afsakaðu hvað ég svara seint. En já ég á ýmislegt frá Calzedonia, sokka t.d og bikini og er bara nokkuð ánægður viðskiptavinur :-)