fbpx

ÁHRIFARÍK FITUBRENNSLA…

Hreyfing

… Með HIIT (High-intensity-interval-training).

Ég komst að því fyrir tilviljun hversu mikil snilld það er að taka interval-hlaup ( HIIT) á hlaupabrettinu. Ég hafði mætt í seinna lagi í upphitun fyrir tímann minn hjá einkaþjálfaranum og til að ná upp smá hita í kroppinn ákvað ég að nýta þessar sjö mínútur sem ég hafði og taka fjóra spretti ( á 16 ) með mínútu hvíld ( á 7) á milli. Hitinn og svitinn stóð ekki á sér og áður en þjálfarinn kom til mín var ég orðin alveg löðursveitt á brettinu. Ég var svo sveitt að ég gat ekki annað en talað um þetta við hann og í kjölfarið fræddi hann mig um þessar svokölluðu interval (HIIT) æfingar. Til að gera langa sögu stutta að þá mun ég aldrei aftur eyða tíma á hlaupabrettinu eða á öðrum þrektækjum á miðlungs hraða í lengri tíma, þegar ég veit ég get tekið styttri æfingu með meiri ákefð en sem skilar mér miklu meiri árangri. Að auki er þetta töluvert skemmtilegra og tíminn fljótari að líða en í venjulegu joggi á brettinu.

 

iloveyou

 

Þessi tafla er ágætt dæmi um interval æfingu, svona til að sýna ykkur hvernig þetta virkar t.d á hlaupabretti. Hins vegar er enginn betri að útskýra og tala um líkamsrækt en Ragga Nagli. Ég set því link á færsluna hennar um HIIT æfingar HÉR. Einnig tók Shape.com saman átta helstu kosti HIIT, sem vert er að skoða HÉR. Kíkið endilega á þetta og sparið ykkur óþarfa “waste of time” á brettinu. Interval skilar sér svo margfalt til baka en ég finn frábæran mun á mér líkamlega eftir að ég byrjaði að taka spretti á brettinu 4 x í viku. Þolið hefur einnig stóraukist á skömmum tíma sem ætti að henta vel nú þegar Reykjavíkurmaraþonið er á næsta leyti.

 

Interval-Training

 

 

.. og svo bara að muna að setja lappir upp í loft eftir æfingu til að fá ekki bólgnar fætur ( því við viljum auðvitað granna ökkla) !

Áfram HIIT, jesssss…

NÝTT Í RÆKTINA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

6 Skilaboð

  1. Karen Lind

    8. August 2014

    HIIT er eina málið – byrjaði á þessu 2010 og þolið og svitinn er engu líkt! :-)

  2. Kristbjörg Tinna

    8. August 2014

    Þetta líst mér á! En segðu mér eitt.. Þú talar um að þú hafir tekið spretti með mínútu hvíld. En samkvæmt myndinni eru sprettirnir ekki nema mínúta og hvíldin alveg fjórar mínútur. Seeem lætur mér líða svolítið eins og ég sé að missklja annað hvort myndina eða þig alveg allsvakalega haha

    • Ása Regins

      8. August 2014

      Já nei þú ert ekki að misskilja neitt.. haha. Svona gerði ég þetta bara í fyrsta skiptið, ég var ekkert að reyna að gera interval, bara spretta til að ná upp hita fyrir tímann. En eins og Ragga sagði í pistlinum að þá er fyrirkomulagið ekkert kannski það sem skiptir mestu máli, hversu langar hvíldir þú tekur etc.. það sem skiptir mestu er að sprengja sig í sprettunum. Fyrir mitt leyti eru 4 mínútur dáldið löng pása fyrir 1 mínútu sprett, en þetta hentar örugglega vel þeim sem eru á byrjunarstigi.

      Ein æfing sem mér finnst fín er: 5 mínútur í upphitun. 1 mínúta hratt. 1 mínúta hægt. 2 mín hratt. 1 mín hægt. 3 mín hratt.1 mín hægt. 4 mín hratt. 2 mín hægt. 4 mín hratt. 1 mín hægt. 3 mín hratt. 1 mín hægt. 2 mín hratt. 1 hægt. 1 mín hratt, ein hægt og BÚIÐ. :-)

      • Kristbjörg Tinna

        9. August 2014

        Ú snilld takk.. mér fannst einmitt 4 mínútna recovery á milli einmitt allt of langur tími. Prufa þetta klárlega í fyrramálið :)

        • Kristbjörg Tinna

          9. August 2014

          Einmitt og einmitt.. hahaha. Klukkan greinilega orðin of margt :)