Sjáið þið hvað Giulio var flottur á því í dag í tweed buxunum sínum, tvíhnepptu kápunni og appelsínugulu Clarks skónum !?
Maðurinn er náttúrulega eins og gangandi listaverk og að horfa á hann ganga um götur borgarinnar er dásamleg sjón. Hann er mættur út á morgnanna klukkan sjö og snýr aftur heim um klukkan átta þrettán klukkutímum síðar, sólbrúnn og fínn eftir göngutúr dagsins. Hann skilur reyndar konuna sína alltaf eftir heima, enda er hann búinn að fá “nóg” af henni – og hún væntanlega af honum – eftir þau rúmu fjörutíu ár sem þau hafa verið gift.
Næst þegar ég hitti hann ætla ég að viðra þá hugmynd að ég fái nú kannski einu sinni að hitta frúna. Það væri heldur ekki verra ef ég gæti fengið mynd af þeim saman fyrir íslensku aðdáendurnar hans heima á Fróni ;-)
Annars bað hann bara að heilsa og minnir ykkur á að kíkja á hina Guilio póstana ef þið hafið ekki séð þá, hér og hér.
Skrifa Innlegg