Það sem samkomubannið hefur kennt mér…
- Að vera miklu öruggari í eldhúsinu! Er að breytast í gelluna sem mætir með eftirrétti í öll matarboð og get bakað gulrótakökuna hennar tengdó án þess að fara eftir uppskrift. Næst á dagskrá er að prófa einhverja geggjaða uppskrift frá Hildi nýjasta Trendnet pennanum xx
- Tennis. Hef ekki æft aðra íþrótt en lyftingar í mörg ár og OMG hvað það er gaman í tennis. Elska að fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og svo er sérstaklega gaman að stunda sport með fjölskyldunni! Tennisspaði er á afmælisgjafalistanum for sure.
- Að vera sjálfri mér nóg. Ég er alveg mjög að dýrka það að eyða miklum tíma heima og slaka á. Ég þarf ekki að vera allsstaðar og þarf ekki að afreka milljón hluti á einum degi.
- Að fólkið mitt er skemmtilegasta crowdið. Þurfti reyndar ekki samkomubann til að átta mig á því en bara good reminder. Þrátt fyrir aðstæður er hægt að hafa mjög gaman heima. Venjuleg matarboð, matarboð með sérstökum þemum, pöbbarölt innanhúss, feluleikur (ekki að djóka, það er sturlað fyndið) ofl. Kannski er húmorinn af skornum skammti þessar vikurnar hahah…!
- Að taka ekki hlutunum sem sjálfsögðum. Til dæmis að skjótast í Ikea, í vinkonuheimsóknir og aðallega á almennilega æfingu.
Þegar við gerðum okkur dagamun og vorum með innanhúss pöbbarölt
Sætasti djúsbarinn hjá yngstu systur minni
Arnhildur Anna xoxo
instagram: arnhilduranna
Skrifa Innlegg