fbpx

Arnhildur Anna

TAKK ANNIE

Góða kvöldið!

Það er eitthvað mjög kaldhæðnislegt við það að ég sé að henda í pistil um mataruppskrift þar sem ég kann að elda ca 6 rétti. Og þá tel ég með egg og hafragraut.

Ég hef fengið alveg óeðlilega margar spurningar um burritos sem ég hef sennilega aðeins of oft sett í story á instagram. Til dæmis símtöl frá vinkonum mömmu og ættingjum, sms og þó nokkur skilaboð á instagram.

Það var hún Annie mín sem færði mér THE burrito og ég get staðfest það að burritos hefur verið fyrir valinu í hverju einasta matarboði hjá okkur síðan. Og ég hef í alvöru verið með þessar burritos á heilanum og mér líður eins og ég þurfi að skrifa pistil um þetta. Þessi réttur á það svo skilið.

Það sem þú þarft úr búðinni:

  • Mexíkanskar pönnukökur (ég vel alltaf Santa Maria)
  • Rifinn ost
  • Olíu/ hvítlauksolíu
  • H N E T U S M J Ö R
  • Epli (helst pink lady eða jónagold)
  • Grænmeti sem þér finnst gott á your burrito
  • Nautahakk eða kjúkling ef þú ert kjötæta
  • Salsasósu
  • Sýrðan rjóma

Aðferð til að búa til the burrito:

  • Hita pönnuna létt og setja smá olíu á pönnuna. Ef pannan er of heit er hætta á að pönnukakan brenni eða verði of crispy. Það getur verið frekar þreytt.
  • Svo má skella pönnukökunni á pönnuna, snúa henni svo við eftir smá og strá rifna ostinum yfir hana miðja. Svo má aftur snúa pönnukökunni við til að osturinn verði smá crispy.
  • Þá er er pönnukakan tilbúin og næst á dagskrá er að smyrja hana með hnetusmjöri. Og svo má alls ekki sleppa eplunum. Ég veit það hljómar illa en það er gott ég lofa.
  • Svo má bara raða öllu því sem mann langar í. Er mjög hrifin af smá sýrðum rjóma, vel krydduðu nautahakki, tómötum, nóg af salati og rauðlauk.

Svo ætla ég að leyfa myndunum að tala!

    

Það er gott að hafa í huga að það tekur smá tíma að gera hverja og eina pönnuköku, svo ég mæli með að vinna með tvær pönnur í einu ef um matarboð er að ræða.

Ég ætla að taka það fram að þessar myndir eru mjög heimilislegar og ekki fancy, en ég er að fýla það.

Verði ykkur að góðu!

Arnhildur Anna

instagram: arnhilduranna

LOG OFF So/Me, LOG ON LIFE

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1