Góða kvöldið :)
Eins og ég sagði frá í þessari færslu hér þá skiptir svefn mig ótrúlega miklu máli og ég legg mikið upp úr því að fá góðan svefn. Einnig er ég er mikill aðdáandi bókarinnar Why we sleep og ég get staðfest að fáar bækur hafa haft jafn mikil áhrif á mig og þessi. Ég er því mjög spennt fyrir komu MW og hlakka mikið til að sækja ráðstefnuna.
19. október í Eldborg í Hörpu verður Dr. Matthew Walker ásamt Dr. Erlu Björnsdóttur með þriggja tíma SVEFN ráðstefnu!
- Dr. Matthew Walker er prófessor við Berkeley (og fyrrum prófessor við Harvard). Hann er sérfræðingur í svefni, sálfræði og taugalífeðlisfræði og skrifaði bókina Why we sleep sem hefur farið sigurför um heiminn og opnað augu almennings fyrir mikilvægi svefns fyrir heilsu, vellíðan og árangri.
- Dr. Erla er klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Hún er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Einnig hefur hún birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og skrifað mikið um svefn á innlendum vettvangi og gaf út bókina Svefn árið 2017.
Dagskrá
13.00 – 13:10 Hvernig sofa Íslendingar?
13:10 – 14:00 Hvers vegna sofum við?
14:00 – 14:30 Hlé
14:30 – 14:50 Er syfja lúmskur skaðvaldur?
15:50 – 15:10 Hvernig getum við brugðist við svefnvanda barna og ungmenna?
15:10 – 15:50 Er svefn ofurkraftur kvenna?
15:50 – 16:00 Samantekt
Skyldumæting fyrir alla, unga jafnt sem aldna, því svefn skiptir okkur öll máli! Ég er allavega mega spennt.
HÉR er hægt að kaupa miða á fyrirlesturinn. Verðið er 29.900 kr og minni á að hægt er að nýta réttindi til niðurgreiðslu hjá stéttarfélögum.
ps. Ég mæli með að hlusta á þetta podcast ef þú hefur ekki kynnt þér málið.
Góða nótt og sofið vel 8)
Skrifa Innlegg