Mig langar svo að segja ykkur frá uppáhalds bókinni minni. Hún heitir Solve for happy og ég fékk hana í gjöf fyrir nokkrum árum. Ég hef lesið margar góðar bækur en þessi stendur uppúr alveg klárlega því hún kenndi mér svo margt og mikið.
Höfundur bókarinnar heitir Mo Gawdat og hún fjallar um hvernig sé einfaldast að vera hamingjusamur. Höfundurinn er verkfræðingur, starfar sem yfir viðskiptastjóri Google og er virkilega klár náungi. Hann hélt að hamingjan fengist í nýjum og dýrum eignum, og að eiga alltaf allt það nýjasta. Einn daginn missir hann son sinn og er þessi bók tileinkuð honum. Hún er svo áhugaverð og ég gæti ekki mælt betur með henni.
Bókin fær mann til að sjá lífið frá öðru sjónarhorni og hvernig við getum stjórnað hugsunum okkar! Sama hvað við höfum upplifað og hvaða hindranir við rekumst á í lífinu þá getum við alltaf verið þakklát með staðinn sem við erum á akkurat núna og verið bjartsýn með framhaldið. MÆLI MEÐ!
Uppáhalds opnan mín í bókinni
Ég elska að yfirstrika setningar sem mér finnst mikilvægar
Krúttlega fyrsta blaðsíðan í bókinni. Ég fékk hana í gjöf fyrir þremur árum frá þjálfara KT þegar ég var í heimsókn hjá þeim í Boston :-)
Now, let’s go spread some HAPPY <3
Arnhildur Anna xx
Skrifa Innlegg