fbpx

Arnhildur Anna

HEILSAN & FERÐALAGIÐ

Góðan daginn kæru lesendur!

Við erum að fara útá land í dag og verðum í nokkra daga að ferðast um fallega Ísland. Það verður að viðurkennast að ferðalögum getur fylgt óregla í hreyfingu og matarræði. Er smá búin að vera pæla í því hvað gæti hjálpað…

  • Taka með heimalagað nesti í bílinn. Til dæmis hnetur, skorna ávextir, harðfisk osfrv.
  • Það er auðvelt að setja handlóð og teygjur í skottið.
  • Það er möguleiki að synda nokkrar ferðir í næstu sundlaug.
  • Fara út að skokka ef þú elskar það.
  • Fjallgöngur/ göngutúrar í náttúrunni. Það er mjög frískandi og góð æfing.
  • Örugglega algjör snilld að taka með sér hjól ef maður er mikið fyrir hjólatúra.
  • Heimsækja krúttleg gym og taka æfingu ef tími gefst.
  • Eeeeða bara slaka á, njóta þess að borða góðan mat með fólkinu sínu og bara VERA til. Það er góð áminning að gymmið fer ekki langt og mun alveg ennþá vera til staðar þegar ferðalaginu er lokið.

Ég bakaði allavega trilljón skinkuhorn fyrir ferðalagið. Er eitthvað heiðarlegra en það?

Bestu helgi xxx

Arnhildur Anna

TOPP 30 AF MÍNU UPPÁHALDS

Skrifa Innlegg