fbpx

Arnhildur Anna

HALLÓ TRENDNET

Hæ þið xx Arnhildur Anna Árnadóttir heiti ég og er nýr bloggari hér á Trendnet. Það er heiður fyrir mig að fá boð um að vera hluti af þessu glæsilega teymi og ég gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímum.

Mig langar að byrja á því að kynna mig. Ég er 26 ára gömul, uppalin á Seltjarnarnesi og er lyftingakona, félags- og förðunarfræðingur. Ég á 7 systkini og risa stóra fjölskyldu sem ég elska að vera partur af. Svo er ég líka kisumamma.

Áhugamálin mín eru íþróttir, líkamleg heilsa, mannleg hegðun og andlegur styrkur og hvernig hann getur mótað okkur sem karakter. Ég æfi kraftlyftingar og hef keppt í íþróttinni síðastliðin 7 ár. Lyftingar hafa klárlega mótað mig sem manneskju og ég er ekkert smá þakklát að fá tækifæri til að miðla minni reynslu, deila með ykkur alls kyns pælingum og staðreyndum um mikilvægi líkamlegs styrks og hvernig við getum verið besta útgáfan af okkur sjálfum. Pistlarnir mínir á Trendnet munu því koma til með að fjalla um heilsu og fleira því tengt.

Er svo innilega spennt fyrir komandi tímum! Þið getið einnig fylgst með mér á instagram xx

Þangað til næst,

Ykkar Arnhildur Anna xxx

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Helgi Ómars

    13. June 2019

    YYYYYYYEEEEEEEES!!!!!! <3

  2. Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir

    13. June 2019

    Snillingur! Spennt að lesa færslurnar þínar <3<3