Góðan daginn og gleðilegt nýtt ár <3 Vonandi er árið að byrja vel. Eða mér finnst það allavega! Það sem stendur uppúr eru samverustundirnar með fjölskyldunni, skíðaferð til Akureyrar og verða veðurteppt á Sigló en fyrst og fremst að vera komin í rútínu. Það gerir bara allt fyrir mig! Og svo er sjúklega gaman að vera byrjuð að æfa almennilega aftur.
Uppáhalds þessa dagana….
- … krem: Weleda skin food! Ég keypti mér það loksins (til í Krónunni) og þetta krem er akkurat það sem húðin mín þarf þessa dagana. Worth the hype!
- … snyrtivara: Chanel músin. Nota hana alla daga!
- … hádegismatur: Ítalskt kjúklingapasta frá PreppUp! Það er svo gott að henda því á pönnu og setja góða dressingu yfir. Sleeef…
- … æfing: Finnst sjúklega gaman í ólympískum lyftingum núna. Mikið fjör!
- … æfingaskór: NoBull lyftingaskórnir mínir! Þeir eru svo góðir og flottir líka
- … lag á æfingu: Drown – Martin Garrix
- … app í símanum: Tik tok já já
- … drykkur: Á eftir ísköldu vatni þá er það Collab
- … hreyfing: Tennis og bretti
@Hlíðarfjall
Somewhere
Er enn að njóta þess að borða heimilismat eftir hátíðirnar haha @PreppUp
Good 2 be back 8)
Að vera veðurteppt á Sigló var frekar notalegt bara xx @Hótel Sigló
Super fallegt á leiðinni í sjóböðin @Mývatn
Þangað til næst xxx
Arnhildur Anna
Skrifa Innlegg