fbpx

JÓLA…

HeimiliInstagramMyndirPersónulegtVerona

IMG_6856

IMG_6873

IMG_6899

IMG_6908

IMG_6927

 

Jólin koma mjög hægt og rólega hérna í Verona en í þau skipti sem ég hef ætlað að kaupa jólaskraut hef ég keypt eitthvað allt annað, t.d þrjú bonsai tré og sandala fyrir Dubai.

Mér datt þó í hug að nota það sem er til hérna heima og búa til þetta ágæta instagramjólatré og það setur bara nokkuð skemmtilegan svip á heimilið. Einnig er ég búin að koma litla jólatrénu fyrir í stórum glervasa eins og þið sjáið og svo fékk Emanuel þessa fínu jólastjörnu inn til sín. Hann fékk reyndar líka jólabíl með spiladós en hann er ekkert svo flottur þannig ég var ekkert að taka myndir af honum ;-)

Ég er síðan búin að panta perurnar á fataslána sem ég talaði um í síðustu jólafærslu. Mig vantar auk þess krans á útidyrahurðina, bökunarlykt og snjó og kannski aaaðeins meira skraut og þá erum við góð.

.. og tilbúin fyrir Dubai.

BEYONCÉ - THE VISUAL ALBUM

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Hafdís

    13. December 2013

    Fallegt Jólatré! Elska hugmyndina… Þetta er akkurat það sem ég þarf hérna á spáni! ;)

  2. Hrafnhildur

    13. December 2013

    en fallegt hjá þér :)
    má ég forvitnast hvar þú fannst stóru perurnar?

  3. Þyrí

    14. December 2013

    Instagram jólatréð er besta jólaskreytinga hugmynd sem ég hef séð lengi :-)

  4. Tinna

    25. December 2013

    Fràbærar hugmyndir… Love it! ;)