Þessar myndir eru frá listasýningu Rannveigar Helgadóttur sem nú stendur yfir í Ketilhúsinu á Akureyri. Verkin sem Rannveig kallar heilagar mandölur eru einstaklega falleg og svíkja ekki áhorfandann.
Sýningin stendur til 8.desember og hvet ég alla listunnendur að kíkja við í Ketilhúsinu og sjá þessi einstöku verk. Það er opið á miðvikudögum til sunnudags á milli klukkan 13-17.
Frasinn “sjón er sögu ríkari” á svo sannarlega við hér. Ég væri næstum því meira til í að kíkja á sýninguna en til Zagreb en ætli ég mæti þó ekki í flugið mitt sem fer stundvíslega klukkan átta í fyrramálið beint til Króatíu ;-)
Skrifa Innlegg