Í póstinum um Giulio hér fyrir neðan talaði ég um að ég hefði hitt hann á barnum hjá Nicolo.
Í þessu video-i sjáið þið bæði Nicolo og barinn hans sem og Emanuel sýna hæfileika sína sem (næstum) tveggja ára fótboltagaur. Í upphafi myndskeiðisins segir Emanuel einmitt “palla” en það þýðir bolti á ítölsku og það var eitt af fyrstu orðunum sem hann lærði, enda boltasjúkur!
Vonandi hafið þið gaman að því að sjá umhverfið aðeins betur en eins og ég hef sagt svo oft að þá er Verona svo falleg borg og því skemmtilegt að sýna ykkur lifandi myndir héðan sömuleiðis.
Skrifa Innlegg