fbpx

Pattra S.

TRENDÁRIÐ MITT

My closet

Ég ákvað að taka saman outfit-póstana mína á þessu dásamlega fyrsta ári Trendnets í tímaröð og úrkoman var ansi skemmtileg. Það urðu smá breytingar frá því í síðasta sumar þar til núna. Helsta breytingin er auðvitað hárið mitt sem fékk að fjúka töluvert og ég er ekki frá því að ég sakni síða hippahársins míns pínu þó að það sé mun heilbrigðara núna og ég fíla síddina mjög vel, hvað finnst ykkur.. safna aftur?? Síðan tók ég eftir því að blái liturinn er í miklu uppáhaldi ásamt mynstraðar flíkur en mér fannst ég einhvern veginn aðeins litríkari síðasta sumar. Gaman að þessu!

Hlakka til að gera þetta ennþá betur á nýju bloggári.. Let’s do this.

..

I decided to put together all my outfit-posts from this amazing first year of Trendnetin timeline  noticed  a little change here and there. The biggest was definitely my hair but I chopped off quite a lot of it and even though I’m digging the length and how it’s much more healthier, I kinda miss my old hippie long ass hair.. what do you reckon, growing it out again? I obviously love wearing prints and the color blue but somehow it looks like I was a little more colorful last summer than this one.

Look forward to make this new blog year even a better one.. Let’s do this!

PATTRA

EIN Í VIÐBÓT

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Andrea

    14. August 2013

    Þú ert náttúrulega bara RUGL flott !!! Fíla hárið sjúklega vel svona millisítt….. Sítt er alltaf flott en svo gott að hvíla sig pínu og breyta til.
    Sjúklega flott að sjá þetta allt svona saman á einni mynd.
    xoxo
    AndreA

  2. Reykjavík Fashion Journal

    14. August 2013

    Alltaf svo fín elsku Pattra! Ótrúlega skemmtileg færsla – gaman að sjá þetta allt svona saman ;)***

  3. Sigga

    14. August 2013

    Æðislegar myndir og svo gaman að skoða bloggið þitt alltaf :) Hvaða hárvörur notaru til að halda hárinu svona glansandi? Mitt hár varð svo frissí og matt eftir að ég kom til Dk…

  4. Pattra's

    14. August 2013

    TAKK elskulegu dömur :) Ég er sammála með hárið enda vex það á ógnarhraða og alltaf gaman að breyta til!

    Mikið skil ég þig vel Sigga, vatnið hérna í DK er ömurlegt fyrir hárið. Ég nota Beachspray frá Lernberger Stafsing mest, það gefur hárinu ekki beint glans en ég er líka dugleg að nota Moroccan oil. Mæli líka með að nota kókosolíu sem hármaska þó að ég sé sjálf ekki nógu dugleg að gera það.

  5. Birta Mjöll

    14. August 2013

    Þú ert alltaf svo flott og fín Pattara mín :)

  6. Katrín

    15. August 2013

    Notaru eitthvað forrit til að setja saman svona margar myndir? :)

  7. Elísabet Gunnars

    15. August 2013

    Skemmtilegt hjá TrendPöttru á árinu – það sanna þessar myndir hér fyrir ofan! Við þurfum lengri tíma í London næst!!!
    <3

  8. Hugrún Sif

    16. August 2013

    Skemmtileg samantekt og töff að sjá hárið svona styttra :) Það vex á ógnarhraða ef þig langar í gömlu hársíddina aftur :)

  9. Gunnhildur

    5. September 2013

    vá hvað þú ert alltaf í flottum og fííínum fötum! en mætti ég spyrja að einu .. af hvaða tegund eru nike skórnir þínir þarna í næst síðustu línu?

    • Pattra's

      5. September 2013

      Auðvitað! :)

      Nike Air Max. Þeir koma í allskyns litum, ótrúlega flottir.

      Ég fékk mína í Foot Locker, Boston!