fbpx

Pattra S.

LÍFRÆNT BANANABRAUÐ

a la Pattra


1 egg
150 g sykur
2 þroskaðir bananar
250 g hveiti
1/2 tsk. matarsódi
1 tsk. salt
Þeytið eggið og bætið sykrinum saman við í skömmtum. Þeytið vel saman við eggið í hrærivél. Merjið bananana með gaffli og hrærið saman við eggið og sykurinn í hrærivélinni. Sigtið saman hveiti, matarsóda og salt og hrærið léttilega saman við bananablönduna með sleif. Setjið í vel smurt aflangt form, 1 1/2 lítra, og bakið í 180°c en 160°c með blæstri í heitum ofni í 45 mínútur. 

Í morgun bakaði ég bananabrauð í fyrsta sinn og það heppnaðist svona líka ótrúlega vel að ég ætla að deila því með ykkur. Ég fann þessa uppskrift hér að ofan á netinu en breytti henni algjörlega þar sem allt hráefnið sem ég notaði var lífrænt eins og þið sjáið á myndinni. Ég sleppti hvíta sykrinum og setti í staðinn dökkt agavesíróp á móti nátturulegu sætindanum stevia ásamt því að skipta venjulega hveitinu út fyrir spelthveiti. Að mínu mati er óþarfi að notast við hrærara, handaraflið var nóg hjá mér. Einnig bætti ég fræjum og hörfræpúðri út í og síðan þegar deigið var komið í formið stráði ég auka fræjum ofan á. Brakandi gott heitt úr ofninum með smjöri og osti, lífrænt að sjálfsögðu!

Þess má geta að maður þarf miklu minna magn af sírópinu&stevia heldur en af venjulegum sykri. Í mataruppskriftum má minnka magnið um ca 40% ef agave eða stevia er notað í stað sykurs.

..

I baked a banana bread for the first time this morning and it was a total success. All ingredients I used was organic as seen in the picture and instead of using white sugar I used dark agave syrop and stevia. The wholegrain wheat was also a healthier choice plus I added some good seeds and hemp powder to the mix. Served warm with butter&cheese, organic of course -Perfect for sunday morning!

PS

EUROWOMAN+GANNI

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Sara Lind

    29. April 2013

    Er mín dottin í hollustuna, hvað er að gerast hér á bæ ;) agave og stevia og ég veit ekki hvað og hvað ;)

    • Pattra's

      29. April 2013

      Aaalveg heldur betur vinkona góð!! ;) Heimurinn hlýtur að vera farast, hah. En þegar formið manns er hörmung og maður er ónytjungur í hreyfingu þá er eins gott að byrja borða smá hollt&gott. Við poppkexum okkur upp saman í Köben(held samt að poppkex sé frekar óhollt) hoho

  2. Karen Lind

    30. April 2013

    Ég mæli big time með erythritol! Agavesíróp er þannig séð “ekkert skárra” en hvítur sykur. Ég var að skrifa þennan texta í gær á yggdrasill.is, endilega lestu þetta því erythritol er nánast það magnaðasta sem er til, og þetta er svo til nýkomið til Íslands.

    http://yggdrasill.is/lifraenn-lifstill/erythritol-fra-now

    En annars ótrúlega girnilegt brauð – ég mætti vera duglegri að dúlla mér í svona, kann ekkert! haha

    • Pattra's

      30. April 2013

      Nei, ég einmitt vissi það að agave væri ekkert voða holl en ákvað samt að prófa þessa týpu úr því að það var lífrænt og mjög dökkt (er dökkt ekki alltaf hollast haha) Maður þarf svo lítið magn af því og stevia er algjör snilld!

      Ég kíki med en gang á þessa grein, hef nefnilega ekki heyrt um erythritol áður enda algjör nýgræðingur í þessu öllu saman :) Mæli með þessu brauði tekur 5 mín að mixa saman og 45 í ofni og það besta er að maður getur gert það algjörlega eftir sínu!