Skothelt kaffi, eða svokallað bulletproof kaffi, hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Kaffibollinn er fullur af næringu og veitir jafna orku inn í daginn. Til viðbótar við koffín og andoxunarefni sem finnast í kaffinu er góðum og næringarríkum fitum bætt í drykkinn. Til að betrumbæta bulletproof bollann enn frekar má bæta við 1-2 msk af Feel Iceland kollageni – þið finnið uppskrift og myndband hér að neðan.
Kollagen er orðið ein vinsælasta fæðubótin í dag og ekki að ástæðulausu. Efnið er eitt mikilvægasta uppbyggingarprótein líkamans. Líkaminn framleiðir kollagen og má einnig finna það í dýraafurðum eins og kjöt- og fiskafurðum. Með aldrinum hægist á framleiðslu kollagens og er það mismunandi eftir einstaklingum hvernig við brjótum það niður og nýtum úr fæðunni. Kollagen er að finna í stoðkerfi okkar, liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Einnig er það mjög stór partur af uppbyggingu húðarinnar, hársins og naglanna.
Íslenska fyrirtækið Feel Iceland framleiðir hreint hágæða kollagen úr íslenskum villtum fiski sem tryggir það ekki er að finna nein sýklalyf eða hormón í afurðinni, sem getur verið raunin sé kollagenið úr svína- eða nautgripum. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á hraðari upptöku mannslíkamans á kollageni sem unnið er úr fiski samanborið við kollagen sem unnið er úr öðrum dýraafurðum.
Uppskrift af Bulletproof kaffi með Feel Iceland kollageni:
- 1 msk ósaltað íslenskt smjör (þetta í græna bréfinu)
- 1 msk MCT olía eða kókosolía
- 1-2 msk Feel Iceland Amino Marine kollagen
- 1 Sjöstrand Lungo kaffibolli
Aðferð:
Setjið allt í blandara og hrærið á fullum hraða í 5 – 10 sekúndur.
https://www.facebook.com/313866698763649/videos/1232575063794546
Byrjum daginn á gómsætum bolla – fullum af orku og næringarefnum!
//TRENDNET
Skrifa Innlegg