Kanye West lýsti því yfir í viðtali við Wall Street Journal á dögunum að hans næsta meistaraverk væri að hann hina “fullkomnu” hettupeysu og selja hana í Costco fyrir 60$ eða um 8.500 kr.
Kanye talaði um að hettupeysan væri líklega mikilvægasta flík áratugarins og vildi hann gera Yeezy peysuna fáanlega fyrir fjöldann og selja á þessu “gjafaverði”. Hettupeysan verður með stroffi að neðan úr þykku efni og litapellettunni lýsi hann með orðunum “flax or dusty stone”.
Hettupeysan er í vinnslu með hönnuðinum Laurence Chandler og stofnenda American Apparel, Dov Charney og gaf Kanye í skyn að Wallmart væri einnig álitlegur sölustaður.
Ætli það komi sending í íslensku Costco? Ef svo er þá er ekki ólíklegt að ungir Íslendingar muni standa í röðum fyrir utan verslunina.
//TRENDNET
Skrifa Innlegg