Í dag langar mig að deila með ykkur smá self care rútínu. Mitt markmið hér inná er að skrifa um eitthvað annað en ástandið sem er í gangi í heiminum. Ég veit að einhver umfjöllun um snyrtivörur og slíkt sé ekki beint mikilvægt þessa dagana en mér finnst hollt að hugsa um eitthvað annað og reyna aðeins að dreifa huganum ef þið fattið. Þessa dagana hef ég gríðalega mikinn tíma í einhverskonar dundur og því fullkomið að eyða góðum tíma í að dekra við sjálfan sig.
Til þess að líða aðeins betur þá er algjört æði að setja á sig brúnkukrem, ég nota Marc Inbane og finnst það 100% besta brúnkukrem sem ég hef prufað. Maður er bara betri manneskja með smá brúnku, þótt maður sé ekki að fara neitt er gott að gera eitthvað bara fyrir sjálfan sig.
Síðan lita ég oft á mér augabrýrnar til að fríska aðeins uppá andlitið á mér, ég geri það vikulega þar sem ég er semi með hvít hár og hef gert það án djóks síðan ég var svona 16 ára. Hef aldrei farið sjálf í litun og plokkun þannig ég er orðin frekar mikill pró ef ég segji sjálf frá hehe
Algjört lykilatriði er síðan góður andlitsmaski og er maskinn frá Bláa Lóninu Silica Mud Mask algjört uppáhalds og hefur verið mjög lengi. Hreinsar húðina mjög vel og gerir hana mjög mjúka eftir á. Ég nota hann svona 1 – 2 í viku.
Síðan er hægt að setja á sig einhvern góðan hármaska, naglalakka sig, fara í bað og alls konar kósýheit. Minn uppáhalds hármaski þessa stundina er Pearl Silver frá Maria Nila – hann án djóks tekur allan gulan tón af hárinu og gerir það tóninn mun fallegri.
Ég á erfitt með hugleiðslu og fæ smá innilokunarkennd þegar ég reyni (ég þarf að æfa mig 100%) en það sem mér finnst gott að gera er einhverskonar óhefðbundin hugleiðsla sem er mega easy. Þegar ég hef tíma þá dreg ég djúpt inn andann nokkrum sinnum, hugsa um ástandið í líkamanum mínum, hugsa hvernig líður mér líkamlega og andlega í dag. Hlusta vel á umhverfið í kringum mig og hvað ég er þakklát fyrir. Ekki mikið meira en finnst það hjálpa smá.
En takk fyrir að lesa þessa langloku hjá mér og vonandi hafiði það gott og farið vel með ykkur xx
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks
Skrifa Innlegg