fbpx

TRENDNÝTT

190 MG AF KOFFÍNI – NÝR OG SPENNANDI ÍSLENSKUR KAFFIDRYKKUR

KYNNING

Náttúrulegur íslenskur kaffidrykkur – íslensk mjólk, engin aukaefni og 190 mg af koffíni. Þurfum við eitthvað meira?

Te og Kaffi og Kaupfélag Skagfirðinga hafa þróað saman þennan spennandi nýja drykk sem er kominn í verslanir. Drykkurinn fæst með tveimur bragðtegundum – ann­ars veg­ar með mjólk og hins veg­ar með kara­mellu- og heslihnetu­bragði. Fyrirtækin sameina krafta sínum í þessum drykk, enda miklir sérfræðingar á sínum sviðum.

Íslatte Cold Brew kemur í  þægi­leg­um umbúðum sem hægt er að grípa með hvar og hvenær sem er. Allt kapp var lagt í það að hafa drykk­ina nátt­úru­lega og hreina og því er eng­um auka­efn­um blandað sam­an við. Það má því segja að þetta sé náttúruleg orka og mun án efa veita vinsælum orkudrykkjum samkeppni með þessu mikla magni af koffíni.

 

Hvað er kaldbruggun?

Kald­brugg­un, eða Cold Brew, er aðferð til þess að búa til kaffi þar sem malaðar kaffi­baun­ir eru látn­ar liggja í köldu vatni í lengri tíma, yf­ir­leitt í 12-24 klukku­stund­ir. Lög­ur­inn er síðan síaður og eft­ir stend­ur afar bragðmik­il og öfl­ug kaffi­blanda, silkimjúk en þó rót­sterk. Eft­ir það er kaffið meðhöndlað eft­ir vilja hvers og eins, ým­ist hitað eða ekki, blandað með vatni og/​eða mjólk og bragðbætt á hvern þann hátt sem neyt­and­inn kýs. Að margra mati er þetta hin eina og sanna aðferð til þess að búa til hinn full­komna kaffi­bolla.

Kaffið sem notað er í Íslatte Cold Brew er sér­valið og látið liggja í 24 tíma áður en það er síað og þá meðhöndlað eft­ir kúnst­ar­inn­ar regl­um af kaffigerðar­meist­ur­um. Í einni 250 ml flösku fást þannig þessi 190 mg af koff­íni sem er tals­vert sterk­ara en ger­ist og geng­ur við aðrar aðferðir. Drykkurinn er aldrei hitaður og þannig næst kraftur og fylling sem ómögulegt er að ná fram á annan hátt, silkimjúk áferð án allrar remmu.

Trendnet hlakkar til að smakka!

Íslatte Cold Brew er komið í verslanir og er einnig til sölu á kaffihúsum Te & Kaffi.

//
TRENDNÝTT

 

 

 

Hailey og Justin Bieber giftu sig í gær (aftur!)

Skrifa Innlegg