*Þessi færsla er unnin í samstarfi við Good Good Brand
Ég vildi óska þess að ég ætti alltaf þessa hafraklatta til. Fullkomnið nesti eða til að grípa í ef manni langar í eitthvað gott snarl. Hafraklattarnir eru einfaldir, hollir og auðvitað alveg vegan!
Innihald:
3 dl hafrar
1/2 dl möndlumjöl
1/2 dl rúsinur
2 tsk kanill
1 tsk lyftiduft
2 msk vegan grískt jógúrt
1/2 dl Sweet like Syrup
2 msk dl chia fræ
Aðferð:
- Stilltu ofninn á 180 gráður
- Settu chia fræin í bleyti með 4 msk vatni og settu til hliðar í 5 mín
- Blandaðu öllu þurrefninu vel saman og bættu síðan restinni við
- Settu 1 msk af deigi á plötu með bökunarpappír og bakaðu í 15-17 mín
Takk fyrir að lesa og vona innilega að þið prufið þessa snilld!
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks
Skrifa Innlegg