fbpx

NÁMIÐ MITT Á BIFRÖST

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Háskólann á Bifröst.

Ég hef fengið þó nokkuð af spurningum út í námið mitt í miðlun og almannatengslum. Ég ákvað því ásamt Bifröst að skrifa smá kynningu á náminu út frá minni reynslu og svara nokkrum spurningum sem hafa borist í þessari færslu.

Ég valdi mér námið því ég hef alltaf haft augastað á ,,public relations” erlendis. Ég tók eftir náminu fyrir 3 árum síðan og ákvað strax að skráð mig. Ég var mjög stressuð enda langt síðan ég var í skóla. Átti ég allt í einu að fara að geta skrifað ritgerðir, heimildaskrá í APA og farið í próf? Þetta stressaði mig mjög mikið upp en þegar það kom í ljós að leið okkar Arnórs myndi liggja til Barcelona ákvað ég að þetta væri tækifærið og ég skráði mig í fjarnám við Háskólann á Bifröst.

Námið hefur breyst á síðustu árum þannig að það eru komnir fleiri valáfangar með tækifærum til þess að velja meir út frá sínu áhugasviði, hvort það snúi betur að stjórnmálum eða viðskiptum.

Ég tók alla áfanga sem ég gat í markaðsfræði, vörumerkjastjórnun og fleiri áföngum sem á sviðum sem mér þykir skemmtileg og stóðust þeir allir væntingar og gott betur en það.

Hvernig gekk fjarnámið? Og hvernig fýlaru námsskipulagið?

Þetta eru  tvær algengar spurningar. Ég satt best að segja fýlaði mjög mikið að vera í fjarnámi. Ég gat stjórnað mínum tíma vel og skipulagt mig út frá því hversu mikið var að gera hjá mér og unnið mig fram í tímann.
Það sem er einn af stórum kostum hjá Bifröst að mínu mati er lotukerfið. Það eru 2-3 áfangar í hverri lotu sem stendur í rúmar 6 vikur. Það dreifir álaginu vel. Þú ferð ekki í lokapróf og verkefnaskil í öllum áföngunum á sama tíma. 1-2 lokapróf í lotu eftir því í hvernig áföngum þú ert í.

Er mikið um próf eða verkefnaskil? Er mikið um hópavinnu?

Það fer eftir áföngum en mér finnst jafnvægið vera gott á milli. Mér leið aldrei illa yfir prófunum, enda stutt síðan var farið yfir efnið og þeir áfangar sem voru með lokapróf voru þannig áfangar að það átti vel við.

Hópavinna er stór þáttur hjá Bifröst en það er ekki þannig að þú þurfir mikið að hitta samnemendur. Samskiptin fara fram á Facebook þar sem fólki er raðað saman í hópa eða þú auglýsir eftir verkefnafélaga og þannig hefur þetta gengið oftast frekar þægilega fyrir sig. Þegar þú mátt síðan fara að því að velja í hópa þá velur þú þér oftast þann einstakling sem hefur unnið með þér áður ef það hefur gengið vel.

Eru einhver mætingaskylda?

Það eru vinnuhelgar í hverri lotu upp í Bifröst fyrir þá áfanga sem þú ert skráður í. Ég reyndi að gera mér ferð á hverri önn til að komast. Það er mikilvægt að koma sér í smá hóp með þeim sem þú ert samferða náminu. Ég get sagt með fullri trú að ég á vini í dag sem eiga alltaf eftir að vera vinir mínir vegna þess að við fórum samferða í gegnum námið. Það er ótrúlega mikilvægt að finna fyrir stuðning þegar það er mikið að gera og í verkefnum sem þú skilur ekki og að geta hjálpast að. Margir finna það þegar þeir fara seint í nám að þeir ætla bara að gera þetta sjálfir og nenna ekki svona hópvinnu og hitting. Það er rangt! Þú lærir af þínum samnemendum og þú getur myndað sambönd sem eiga eftir að geta hjálpað þér á einhvern hátt í framtíðinni.

Ég er sjálf að fara að útskrifast þann 22. Júní og ég veit í raun og veru ekki hvert tíminn fór því ég er ekki að trúa því að þetta sé búið. Ég er komin í vinnu þar ég sem starfa við markaðssetningu á stafrænum miðlum og vinn náið með fyrirtækjum í að skapa gott umtal og búa til upplifun fyrir kúnna sem er beint frá náminu mínu. Möguleikarnir eru margir innan þessu sviði þegar kemur að því að fara útá atvinnumarkaðinn. Markaðsmál og almannatengsl eru það sem ég hef áhuga á.

Háskólinn á Bifröst fær allavega mín meðmæli, nútímafjarnám með frábærum kennurunum sem flestir starfa við sitt fag og nútímamálefni eru tekin fyrir.

Ef þú hefur einhverjar spurningar til mín endilega skrifaðu hér í athugasemdum og ég skal svara þér.

Marta Rún

FYLLT SVÍNALUND MEÐ GEITAOSTI

Skrifa Innlegg