fbpx

SUMAR HRÁFÆÐISKAKA

HeilsaSamstarfUppskriftir
Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við Himneska Hollustu

Þessi hráfæðiskaka er lífræn, bragðgóð og mjög holl. Inniheldur einungis einföld og holl hráefni og alveg vegan! Fullkomin sem eftirréttur, með kaffinu eða bara þegar manni langar í eitthvað sætt!

Botn:

3 dl möndlur
3 dl mjúkar döðlur
1 teskeið salt

Kasjúfylling: 

3 dl kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 9 klst eða yfir nótt)
1 kókosmjólk í dós
1 dl döðlusykur
1 matskeið kókosolía
2 matskeiðar sítrónusafi
1 teskeið fersk vanilla

Aðferð:

Setjið allt hráefnið sem fer í botninn í matvinnsluvél og blandið vel saman. Pressið síðan deiginu í kökuformi og setjið í frysti.

Setjið hráefnin í matvinnsluvél og blandið mjög vel saman. Því lengur því betra þangað til að blandan er orðin smá “fluffy” og silkimjúk. Smyrjið yfir botninn og setjið aftur í frysti. Takið kökuna út úr frystinum 1 klst áður en hún er borin fram og skreytið með ferskjum berjum og smá kókosmjöli. Geymist svo inní kæli.

Hvet ykkur innilega til að prófa þessa ljúffengu hráfæðisköku!

Þangað til næst –

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

GÆRDAGURINN Í MYNDUM

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1