Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að Beyoncé og Adidas kynntu fyrir okkur spennandi samstarf í vikunni. Samstarfið mun ná yfir hönnun á skóm og fatnaði og þá munu aðilarnir í sameiningu endurvekja merki söngkonunnar – íþrótta- og lífstílsmerkið Ivy Park.
Þetta er risa skref fyrir Adidas en Beyoncé er ein vinsælasta og áhrifamesta kona okkar tíma og mun þessu án efa fylgja mikil velgengni fyrir íþróttarisann. Söngkonan er með 127 milljónir fylgjenda á Instagram og fyrsta myndin sem hún birti af samstarfinu var komin með yfir 2 milljónir likes á undir klukkutíma og þegar þetta er skrifað er myndin komin með tæplega 7 milljónir likes. Myndbandið sem fylgdi í kjölfarið, þar sem sjá má Adidas rendurnar þrjár naglalakkaðar á söngkonuna, fær um 15,7 milljónir í áhorf. Til samanburðar má nefna að Adidas er með um 23 milljónir fylgjenda á Instagram og fékk “aðeins” um 200.000 likes á mynd sem kynnti samstarfið.
Myndirnar birti Beyoncé í kjölfar “HOMECOMING WEEKEND” myndbandsins sem var fyrsta kynning á samstarfinu. Myndbandið gaf hún frá sér á fimmtudaginn og má þar sjá söngkonuna ásamt fleiri listamönnum og er Adidas og Ivy Park í aðalhlutverki.
Beyoncé:
“This is the partnership of a lifetime for me, Adidas has had tremendous success in pushing creative boundaries. We share a philosophy that puts creativity, growth and social responsibility at the forefront of business.”
Þetta er kemur kannski ekki á óvart þar sem mesta velgengni Adidas síðustu ár hefur legið í Yeezy skónum og Kanye West og því má segja að íþróttarisinn hafi fengið annan ás uppí ermina. Adidas hefur nýlega breytt stefnu sinni varðandi Yeezy og hafa gert þá aðgengilegri á sama tíma og þeir koma mun oftar með nýjar útgáfur, um 20-30 á ári í stað 2-3. Þetta gerðu þeir eftir að 2 af þeirra mest seldu strigaskóm þóttu ekki “IN” lengur – Stan Smith og Superstar.
Það verður einnig spennandi að fygljast með merkinu Ivy Park sem verður áfram að fullu í eigu Beyoncé. Það ætti að hitta í mark í tísku nútímans sem miðast mikið að þægindum og virkni. Á heimasíðu merkisins má sjá má “tease” úr samstarfinu.
Beyoncé stofnaði Ivy Park ásamt milljarðamæringnum og stofnanda Top Shop, Phillip Green, fyrir tveimur árum. Beyoncé keypti hann síðan útúr fyrirtækinu eftir að upp komu ákærur á hann vegna kynferðismála og kynþáttahaturs. Hún eignaðist því fyrirtækið að fullu og má segja að þetta sé einskonar “comeback” Ivy Park í liði með Adidas.
Það verður gaman að fygljast með framvindu þessa samstarfs og munu án efa margir hoppa með söngkonunni á Adidas vagninn – og þá sérstaklega vestanhafs.
//TRENDNÝTT
Skrifa Innlegg