fbpx

VEL SNIÐNAR KAÐLAPEYSUR

FötHönnun

Fallega prjónaðar kaðlapeysur er í mínum huga klassík og margar eigum við líklegast eina eða tvær inni í skáp. Hingað til hafa þær þó örugglega flestar verið hálf sniðlausar eða oversize sem er í sjálfu sér gott og blessað – og mjög þægilegt og flott og gott á köldum vetrardögum. Á vafri mínu Pinterest tók ég eftir því að ég hafði pinnað nokkrar prjónaðar peysur sem allar höfðu það sameiginlegt að vera sérstaklega vel sniðnar og kannski aðeins aðþrengdari og styttri en ég er vön að sjá. Ég geri mér grein fyrir að þessar flíkur hér á myndunum eru meistaraverk en þar sem það er svo mikið af prjónameisturum heima langar mig að deila þessari hugmynd og myndum með ykkur. 

 

Mér þykir sérstaklega smart að sjá peysurnar paraðar saman við fínni neðri part, eins og pilsið og þröngu buxurnar og háu stígvélin – sem hentar íslensku veðurfari ágætlega. Ef ég væri ekki með tuttu og tveggja vikna kúlu framan á mér sem stækkar og dafnar með hverjum deginum væri ég búin að finna mér vel sniðna, stutta og fallega kaðlapeysu ( eða fá einhvern til að prjóna hana á mig ). Í staðinn skellum við henni bara á post-pregnancy innkaupalistann og strjúkum bumbunni í leiðinni :-)

HÚSIÐ: SÓFAKAUP

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Hrefna

    27. October 2015

    Gæti verið mjög smart að vera í stuttri, opinni kaðlapeysu með óléttubumbu:) Til lukku með stækkandi kúluna!

  2. Helga Björg

    27. October 2015

    Dásamlegt! Til hamingju með kúluna! Mikið er gaman að þú sért byrjuð að blogga aftur :)

  3. Inga Dóra

    27. October 2015

    Innilegar hamingjuóskir með bumbubúann =)