fbpx

@HOME: LAMPAR

HeimiliHönnun

Þar sem það eru engin ljós í loftunum hérna heima hjá mér “neyðist” ég til að hafa lampa á hverju horni. Nýjasti og jafnframt uppáhalds lampinn þessa stundina er lampi frá danska merkinu H.Skjalm P. Ég keypti minn í versluninni þeirra í Kaupmannahöfn og tróð honum í ferðatöskuna mína ásamt Caio marmara lampanum frá ítalska hönnunarteyminu EmmePi. En ef ég væri nú bara á Íslandi þar sem ekki er þverfóta fyrir skandinavískri hönnun að þá hefði ég einfaldlega bara farið í Modern og keypt H.Skjalm P. lampann þar :-)

unnamed-4

unnamed-1

Koparskálin er einnig frá H. Skjalm P.

unnamed-3

 Það sem gerir báða lampana svona semmtilega, finnst mér, eru perurnar. Birtan frá þeim er svo mjúk og góð og því er mjög notalegt að kveikja á þeim á kvöldin.

standard6-1

Perurnar sem eru í lömpunum mínum eru frá H.Skjalm P en ég veit að það fæst eitthvað svipað í BYKO – og því um að gera að hressa gamla lampa við með nýjum og fínum perum.

.. ef janúar er ekki ákkúrat rétti mánuðurinn til að hafa notalega birtu í stofunni/svefnherberginu, að þá veit ég ekki hvað ;-)

OVERSIZE PRINTS

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Hjördís

    24. January 2015

    Skjalm P vörurnar fást líka í Snuran.is á betra verði :)

  2. Erla Heimisdottir

    10. February 2015

    Sæl, Lýsing og hönnun (www.lysingoghonnun.is) er einnig að selja mikið úrval af flottum skrautljósaperum ;)