fbpx

OVERSIZE PRINTS

HeimiliHönnunMyndir

Myndaveggir er eitthvað sem hefur mikið verið fjallað um og mér t.d finnst fátt fallegra á heimilum en vel upp settur myndaveggur. Ég hef þó ekki enn lagt í að búa til minn eigin aðallega vegna þess að mig vantar skemmtilegar myndir til að hengja upp – annað en fjölskyldumyndir þ.e.a.s. Ég er samt alltaf með augun opin fyrir fallegum myndum sem gætu passað hingað inn til mín en það er því miður ekki svo mikið úrval hér í Verónaborg. Nú sýnist mér ég vera búin að leysa þetta myndaleysi því ég ætla að fá mér oversize portrait og hengja upp á vegginn hérna í stofunni sem alveg bíður eftir að verða skreyttur með einhverri glæsilegri mynd.

Það er kannski smá skrýtið að vera með andlit af ókunnugri manneskju hangandi upp á vegg hjá sér en ef hún er í svarthvítu og gefur frá sér góða orku og stemningu að þá hlýtur það að koma skemmtilega út. Ég held að kúnstin sé að velja sér mynd sem hægt er að láta sér þykja vænt um og þá mun stærðin ekki trufla. Einnig finnst mér stórar dýramyndir og myndin af fætinum alveg brilliant og eitthvað sem kemur vel til greina sömuleiðis.

 

74e0f3294ab5d07fe1c10e976e2e4e6e

e01799f9407e11ad2ed03612984face0

This-is-Very-Pinteresting-Oversized-Portraits

f92bfa509b6f96181a86ea0e09ce7710

7891fbc3c7e6d016b4b6381d3aec1606

This-is-Very-Pinteresting-Oversized-Portraits-2

This-is-Very-Pinteresting-Oversized-Portraits-5

aae1a30e3b37bfbea330dbe44bdae3fb-1

2c5cca592371917d540aee77b18a0d3d

f728a3cacf8b466bf004a1adfb7d6a1f

 

Ég hef séð nokkrar myndir sem mér líkar vel við á www.gettyimagesgallery.com en ef þið vitið um fleiri síður þar sem hægt er að kaupa myndir í þessum dúr, endilega deilið því þá með okkur :-)

Í RÆKTINA: NÝTT FRÁ NIKE

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Líneik Lazare

    12. January 2015

    Brilliant hugmynd. En hvað um að láta taka listrænar ljósmyndir af fjölskyldu meðlimum til and hengja up?

    • Ása Regins

      13. January 2015

      Já það er náttúrulega æðislegt líka – ég á t.d eina sem gæti verið góð svona stór uppi á vegg :-)

  2. saga sig

    13. January 2015

    hæ, ég á fullt af fallegum myndum til, ef þú hefur áhuga að ég sendi á þig myndir þá er emailið sagasig@gmail.com xx

  3. Líneik Lazare

    21. January 2015

    Hverning get ég deilt myndunum með ykkur? Var að fá úr prenti í gær :)

  4. Kristbjörg Tinna

    26. January 2015

    Mér finnst myndirnar hennar Therese Sennerholt alveg TRYLLTAR! Er búin að vera með “urban walk” á heilanum síðan hún kom í sölu (örugglega tvö ár síðan).

    http://www.theresesennerholtshop.se/echarge/

    Þetta er linkur á ljósmyndirnar hennar..