Emil á afmæli í júní en þar sem við erum alltaf á ferð og flugi á þeim tíma ákvað ég að hann skyldi fá afmælisgjöfina sína í dag – líka svo hann geti prufukeyrt hana í ítölsku sólinni áður en við förum heim til Íslands í sumarfrí í lok mánaðarins.
Afmælisgjöfin hans í ár er semsagt hjól sem hann hannar sjálfur – þ.e hann ákveður litina og hvernig þeim er raðað saman. Kvöldið okkar fór því ekki í júróvision, heldur erum við búin að liggja yfir fixie hjólum á netinu. Afraksturinn má sjá hér að ofan, en ég held það sé nokkuð augljóst hvernig hjólið muni að lokum líta út. Við erum algjörlega á því að hafa dekkin með mismunandi teinum/gjörðum en svo hefur Emil nóttina til að hugsa restina því ég mun ganga frá kaupunum á morgun.
… Í pakkanum fylgdi jafnframt með rómantískir fjölskylduhjólatúrar um Gardavatn – og hjól handa mér með barnastól og körfu. Að sjálfsögðu ;-)
Skrifa Innlegg