fbpx

AFMÆLIS.. HJÓL

HönnunHreyfingPersónulegtVerona

Emil á afmæli í júní en þar sem við erum alltaf á ferð og flugi á þeim tíma ákvað ég að hann skyldi fá afmælisgjöfina sína í dag – líka svo hann geti prufukeyrt hana í ítölsku sólinni áður en við förum heim til Íslands í sumarfrí í lok mánaðarins.

 

Afmælisgjöfin hans í ár er semsagt hjól sem hann hannar sjálfur – þ.e hann ákveður litina og hvernig þeim er raðað saman. Kvöldið okkar fór því ekki í júróvision, heldur erum við búin að liggja yfir fixie hjólum á netinu. Afraksturinn má sjá hér að ofan, en ég held það sé nokkuð augljóst hvernig hjólið muni að lokum líta út. Við erum algjörlega á því að hafa dekkin með mismunandi teinum/gjörðum en svo hefur Emil nóttina til að hugsa restina því ég mun ganga frá kaupunum á morgun.

… Í pakkanum fylgdi jafnframt með rómantískir fjölskylduhjólatúrar um Gardavatn – og hjól handa mér með barnastól og körfu. Að sjálfsögðu ;-)

LIPS & LEGS

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Margrét

    9. May 2014

    mig langar svo að spyrja um jafnvægishjólið hans Emmanuels? hvar fæst það og ekki væri verra að fá að vita verðið :) Ef það er ekki keypt á íslandi veistu þá hvar á Ísl er hægt að fá svona fallegt tréhjól?:)

    • Ása Regins

      15. May 2014

      Sæl Margrét og fyrirgefðu hvað ég svara seint !
      Jafnvægishjólið fékk ég í Decathlon hér í Verona, hér er linkur á það – http://www.decathlon.it/bici-senza-pedali-new-run-ride-bianca-id_8237693.html – mesta snilld í HEIMI. Emanuel er alltaf á sínu og er kominn með ansi gott jafnvægiskyn :-)
      Mamma keypti svona líka handa syni systur minnar og ferjaði það heim í ferðatöskunni, svo lítið pláss tekur það.

      Ég veit ekki alveg hvar tréhjólin fást en ef maður googlar “jafnvægishjól” koma nokkrar tegundir upp. Gangi þér vel :-)

  2. Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir

    9. May 2014

    Ómæ! En skemmtileg afmælisgjöf!!

  3. Tinna

    14. May 2014

    Tryllt flott hjól!