Aldís Pálsdóttir ljósmyndari er þessa dagana að taka þátt í brúðkaups-ljósmyndasamkeppni á netinu sem haldin er á vegum Canon.
Aldís er afar fær í sínu fagi en hún hefur tekið óteljandi fallegar myndir sem m.a prýða mörg heimili landsins, hvort sem það eru brúðkaups eða fjölskylduljósmyndir. Ég veit að það eru því margir sem hugsa hlýtt til Aldísar og eru til í að styðja við bakið á henni í þessari alþjóðlegu keppni þar sem margir hæfileikaríkir ljósmyndarar taka þátt.
HÉR er linkur á prófílinn hennar, facebook “læk”takkinn er uppi til hægri og svo er einnig hægt að láta sér líka við stakar myndir og það er þá gert með því að stækka myndina og smella á facebook “like” takkann sem birtist á miðri myndinni.
Á meðal þeirra mynda sem Aldís sendi inn er þessi mynd af okkur Emil sem tekin var á Laugarnestanga 16.júní 2012.
Við Íslendingar erum með svo frábært facebook-landslið, vinnum þessa keppni líka ;-)
Skrifa Innlegg