Ég var stödd í H&M með góðum vinkonum um daginn þegar ég rakst á þessa gervipelsa-gólfsíða kápu sem fékk mig til þess að hlægja smá -Já stundum þarf ekki meira til þess að gleðja mann. Hugsaði með mér kanski myndi hún nú klæðast betur en á herðatrénu því að maður á jú aldrei að segja aldrei. Dæmi hver fyrir sig en mér fannst ég ansi hlægileg í henni, myndi eflaust fara hávaxnara fólki betur en mér leið eins og ég hafi skroppið saman og vafið svona mottu apparati(þið vitið, sem maður var með á og í kringum klósettið í denn) utan um mig.
Þessi stórgóða flík er allavegana til í H&M á 699,- dkk fyrir áhugasama.. Annars er ég búin að vera netlaus frá því fyrir helgi þar til nú sem var bæði notalegt og pirrandi á sama tíma, bloggpunktarnir eru nefnilega orðnir nokkuð margir sem gleður mig og vonandi ykkur líka!
Í kvöld á ég stefnumót með Leonardo D og The Wolf of Wall Street. Við hjúin erum afar spennt fyrir þessari ræmu, hef heyrt góða hluti.
..
Was in H&M the other day when I saw this fake fur long coat which made me laugh. Thought to myself this could look better on you than on the hanger since you should never say never but I was wrong. Maybe it would look good on a taller person but I fell like I had shrunk than wrapped myself into a toilette mat, you know that people used to have on and around the toilette(does anybody still use those??)
Tonight I have a date with Leonardo D and The Wolf of Wall Street. Psyched!
PATTRA
Skrifa Innlegg