Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun 2020 við Listaháskóla Íslands fer fram 1. september klukkan 19:30. Að þessu sinni verður sýningin með mjög óvenjulegum hætti. Á tískusýningunni verða engir gestir vegna hertra takmarkana í ljósi Covid-19, í staðin mun Vísir.is streyma henni í beinni útsendingu.
Þá mun afrakstur tískusýningarinnar, bæði upptaka af sýningunni og allur fatnaðurinn, vera sýndur á Gerðarsafni í Kópavogi frá og með 3. september þar sem útskriftarsýning hönnunar- og arkitektúrdeildar Fjörtíu skynfæri fer fram. Sú sýning stendur til 13. september og er aðgangur ókeypis.
//
TRENDNET
Skrifa Innlegg