Sunnudaginn 3. mars verður Umhverfisvæni Markaðurinn haldinn á Kex Hostel og stendur hann yfir frá 11-17 í Gym & Tonic salnum.
Fjölmörg áhugaverð íslensk fyrirtæki hafa tekið saman og munu kynna og selja vörur sínar á markaðnum. Öll eiga fyrirtækin það sameiginlegt að hafa sjálfbærni og umhverfis sjónarmið í forgangi.
Vörurnar eru fyrir líkama, heimili og heilsu og má þar nefna umhverfisvæn leikföng og barnavörur, túrnærbuxur, fjölnota heimilisvörur, verkfæraleigu, fjölnota poka og umbúðir, umhverfisvænir valkostir á hversdagsvörum eins og bambus tannburstar, áfyllingarbar fyrir sjampó og næringu og margt fleira – þá geta gestir einnig gætt sér á kaffi frá Sjöstrand.
Fólk er almennt orðið mun meðvitaðara um umhverfisáhrif neysluvara og lífstíll fólks virðist færast í rétta átt – við hvetjum ykkur til að kíkja á KEX og kynna ykkur málið betur.
Allar upplýsingar um viðburðinn finnið þið á Facebook – HÉR.
//TRENDNET
Skrifa Innlegg