fbpx

TRENDNÝTT

ÞIÐ BARA VERÐIÐ AÐ SMAKKA RABBABARA JÓGÚRTIÐ FRÁ ÖRNU!

KYNNING

Hafið þið smakkað sumarjógúrtið frá Örnu?

Það er falleg saga á bakvið árstíðarbundnu vörurnar frá vestfirsku mjólkusölunni og fjölskyldufyrirtækinu – Örnu. Mismunandi bragðtegundir á grísku jógúrti eftir árstíðum, bragðbættar með hráefni sem sótt er í náttúruna úr næsta nágrenni. Á haustin bjóða þau uppá gríska jógúrt með aðalbláberjum úr hlíðunum í Bolungarvík. Nú í sumar bjóða þau uppá nýtt og spennandi sumarjógúrt, bragðbætt með vestfirskum rabbabara. Fjölskyldan týnir rabbabarann í hlíðum og bæjargörðum fyrir vestan þar sem mjólkursalan er staðsett, gerir úr honum sultu og blandar við jógúrtið.

PRESSIÐ Á PLAY TIL AÐ SJÁ SÖGUNA

https://www.facebook.com/arnabolungarvik/videos/606075580369615

Árstíðarbundnu grísku jógúrtin koma í veglegum glerkrukkum sem er frábærar til að nota áfram sem ílát eftir fyrstu notkun – fyrir sultu, fyrir chia grautinn, fyrir jógúrt eða skyr í nesti, eða bara eitthvað allt annað. Umhverfisvænn kostur!

Jógúrtin er til í verslunum um allt land og eins og með árstíðarbundnar vörurnar frá Örnu þá er hún til í takmarkaðan tíma.

Við mælum með að þið smakkið! Rabbabarabragðið mun koma ykkur skemmtilega á óvart.

//
TRENDNET

FÖSTUDAGSFJARKINN

Skrifa Innlegg