Íslensku Sviðslistaverðlaunin, Gríman, fór fram í gærkvöldi. Þar var það Ebba Katrín Finnsdóttir sem valin var leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Atómstöðin-endurlit eftir Halldór Laxness Halldórsson og Unu Þorleifsdóttir. Sýningin var einnig valin sú besta í ár.
Ebba Katrín útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla vorið 2018 og hefur síðan þá blómstrað bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu og framtíðin er björt hjá þessari hæfileikaríku ungu konu.
Leikona ársins tók við verðlaununum í fallegum ferskjubleikum kjól sem fór henni einstaklega vel á sviðinu – litríkt tríó hér að neðan!
Okkur lék forvitni á að vita hvaðan kjóllinn er og þökkum Ebbu fyrir skjót svör. Kjóllinn var keyptur nýlega í Selected og er frá merkinu Y.A.S. Hann fer einkar vel við hennar ljósa síða hár og við elskum hvernig hún parar hann saman við grófa skó og bleikt FURLA veski.
Glæsileg!
Til hamingju Ebba Katrín og allir vinningshafar Grímunnar í ár. Áfram íslenskt leikhús og list!
//
TRENDNET
Skrifa Innlegg