fbpx

TRENDNÝTT

H&M og JOHANNA ORTIZ KYNNA NÝJA LÍNU

KYNNING

Er vorið handan við hornið?

H&M kynnir með stolti nýja línu sem er afrakstur hönnunarsamstarfs H&M og kólumbíska hönnuðarins Johanna Ortiz. Línan kemur í verslanir H&M í byrjun apríl og nú er það aðallínan – en í nóvember kom “pre-drop” lína með fjórum kjólum. Nýja línan samanstendur af 19 flíkum sem er allt frá kvenlegum kjólum, toppum, pilsum og sundfötum í björtum litum og með suðrænum blómamynstrum.

Hönnunarteymi H&M fór í heimsókn til Ortiz í Cali í Kólumbíu – en borgin er þekkt fyrir að vera höfuðborg Salsa dansins. Þar nutu þau gestrisni Oritz á fallegu heimili hennar auk þess að upplifa menningu og sögu Kólumbíu á eigin skinni og hvernig áhrifin endurspeglast í  hönnun Ortiz og notkun hennar á litum og mynstrum.

Lykilflíkur í línunni eru síður rauður blómakjóll, fjólublár millisíður blúndukjóll, skósíður svartur kjóll úr viscose – sem er í uppáhaldi hjá Ortiz – og svart hvítt bundið pífupils. Stórar pífur eru áberandi og má einnig finna þær á sundfötum í línunni.

“Áhrif Kólumbíu – takturinn í Salsa dansinum, fegurð glæsilegrar orkadíu og pálmatré sem sveiflast í bleiku sólsetrinu – er það sem veitti mér innblástur. Ég er mjög spennt fyrir að geta blandað saman H&M línu við áreynslulausan glamúr og kynna gleði rómönsku Ameríku fyrir viðskiptavinum H&M. Ég vona að viðskiptavinir okkar klæðist þessum flíkum berfættir og með fallegt blóm í hárinu,” sagði Johanna Ortiz

“Johanna Ortiz hefur einstaka hæfileika til að hanna fallegar flíkur sem fær þig til langa að dansa. Við erum spennt að geta fagnað ríkri sögu og handverki frá Kólumbíu og kynnt fallega og kvenlega hönnun Ortiz fyrir viðskiptavinum H&M. Viðbrögðin við “pre-drop” línunni voru mjög jákvæð og nú er biðinni lokið. Við getum ekki beðið eftir að sjá hvernig viðskiptavinir okkar eiga eftir að klæðast þessari spennandi línu,” sagði Maria Östblom, yfirmaður kvenfatahönnunar hjá H&M.

 

NORTH FYLGIR Í FÓTSPOR FÖÐUR SÍNS

Skrifa Innlegg