fbpx

TRENDNÝTT

BIO EFFECT GLEÐUR HEILBRIGÐISSTARFSFÓLK

FÓLK

Trendnet elskar svona!

“Takk fyrir að vera til staðar fyrir okkur” voru skilaboðin frá Bio Effect til heilbrigðisstarfsfólks um land allt sem fékk óvænta gjöf frá íslenska húðvörumerkinu fyrr í dag.

Framlínan vinnur undir miklu álagi þessa dagana og notast við grímur á andlit sem erta húðina.

“Eftir að hafa séð myndir af heilbrigðisstarfsfólki með þurra og sára húð eftir langvarandi notkun á andlitsgrímum og öðrum öryggisbúnaði, bæði á Íslandi og víðsvegar um heiminn, vildum við hjá BIOEFFECT leggja okkar af mörkum.

Við lögðum höfuðið í bleyti og ákváðum í framhaldi að gefa heilbrigðisstarfsfólki í framlínunni EGF húðdropana okkar. Eftir ríflega áratuga rannsóknir vitum við að þeir hafa afar græðandi áhrif á húð, jafnvel þá sem hefur orðið fyrir mikilli ertingu, og geta jafnframt flýtt fyrir því að hún jafni sig eftir álag.

Við höfðum samband við Landspítalann og heilsugæslur, 58 starfstöðvar víðsvegar um landið, og fengum upplýsingar um fjölda starfsfólks í framlínunni. Síðasta mánudag pökkuðum við og dreifðum svo EGF húðdropum til 1350 heilbrigðisstarfsmanna.

Við viljum þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir að standa vaktina fyrir þjóðina á þessum erfiðu tímum og vonum að húðdroparnir komi að góðum notum.”

segir í Facebook innleggi hjá Bio Effect, innlegginu fylgdu þessar myndir –

Þetta starsfólk eru hetjur okkar tíma og eiga svo mikið gott skilið og því fögnum við öllu góðu sem fyrir þau er gert.
Fallegt framtak! Meira svona <3

//
TRENDNET

DAGLEGIR TÓNLEIKAR FRÁ JÓNI JÓNSSYNI

Skrifa Innlegg