Nike MayFly

LífiðNikeTíska

#Sneakerball_RVK var haldið í Gamla Bíó í gær þar sem aðeins ein regla var fyrir inngöngu: Nike skór

Ég kom við í H Verslun fyrir helgi þar sem mig langaði í nýja sneakers fyrir kvöldið. Ég á nokkra Nike street skó og verða þeir oftar en ekki fyrir valinu dagsdaglega enda eru þægindin gríðarleg – svona fyrir utan það að þeir eru allir svo flottir ;)

Ég var búin að hafa augun á Nike MayFly Woven sem eru nýlega komnir í H Verslun en þeir hafa verið áberandi undanfarið á instagram og tískubloggum. MayFly voru hannaðir með það í huga að endurgera maraþon skó sem mér finnst skemmtileg pæling. Þeir eru bara til í einum lit hér heima (eins og er a.m.k.) en mér finnst hann sjúklega flottur og valdi mér þessa týpu. Ég er mega ánægð með þá!

xx

Fjaðrajakki: keyptur í Kaupmannahöfn

Rúllukragi: Missguided

Leðurbuxur: Balmain x hm

Veski: Chanel Boy

Skór: Nike MayFly Woven

xx

xx

Birgitta Líf

instagram&snapchat: birgittalif

SNEAKERBALL

Innblástur af outfittum fyrir Sneakerball Nike sem fer fram í Gamla Bíó á laugardaginn kemur. Mix af mínum uppáhalds týpum af Nike skóm – Cortez, Mayfly, Air Force 1, Flyknit Racer, Airmax 95 og 97, Zoom Spiridon og Plus TN. Cortez afar áberandi í þetta skiptið.
 

Ef þið hafið áhuga á að fara á Sneakerballið í Gamla Bíó á laugardaginn kemur kíkið þá endilega á Facebook síðu Trendnet þar sem við ætlum að gefa miða.

xx

Andrea Röfn

SNEAKERBALL RVK

ALMENNT

Uppfært:

Ég dró út nöfn með hjálp random.org og þau birtast hér að neðan. 6 miðar fara til ykkar þriggja sem komuð uppúr hattinum.

Guðný Ljósbrá
 + 1
Jóna María Ólafsdóttir + 1

Hafdís Betty + 1

Vinsamlegast staðfestið komu á eg@trendnet.is og þið fáið sendar frekari upplýsingar.

Góða skemmtun í kvöld !

_

Góðan daginn! Ég er með glaðning fyrir ykkur í dag.

Ég birti mynd á Instagram í gærkvöldi þar sem ég sagði frá því að ég ætti nokkra miða milli handanna í partý helgarinnar. Nike á Íslandi hefur undirbúið Sneakerball sem haldið verður í Gamla Bíó á föstudagskvöld.

Þar verða listamenn að húðflúra og teikna á skó, klipparar að klippa og raka, skate-erar að renna sér á römpum og ég veit ekki hvað og hvað …

Partýið er eingöngu fyrir þá sem eiga miða og það er dresscode – Nike sneakers.

Ég á nokkra miða og þeir geta orðið þínir!

11420070_10153034140032568_494169911_n 11425269_10153034140042568_1406047618_nViltu kíkja í partý?

1. Skildu eftir nafnið þitt í komment við færsluna
2. Smelltu á Facebook “Deila” hnappinn hér niðri til hægri
3. Líkar ekki öllum við Elisabetgunnars á Facebook? (ekki skilyrði fyrir þátttöku)

Ég gef og gleð í hádeginu á morgun (föstudag) …

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR