SUNDAY FUNDAY

LÍFIÐOOTD

Halló! Það er búið að vera mikið fjör hjá mér um helgina og er ég búin að vera í skvísugallanum alla helgina en núna í dag ætla ég bara að hafa það kósý. Það er mikilvægt að taka einn dag í vikunni þar sem maður slappar af og gerir ekki neitt. Ég elska að mála mig og gera mig til en það er líka æðislegt að vera bara í kósýgallanum og ómálaður.

Ég fór á laugardaginn og kíkti aðeins í Vero Moda en ég hafði séð hjá þeim á instagram svo ótrúlega flottan kósýgalla eða sett. Það eru til nokkrir litir en ég ákvað að kaupa mér grænan og er ekkert smá ánægð með þetta sett. Þetta er fullkomið á svona kósý sunnudögum..

Peysa: VERO MODA 

Buxur: VERO MODA 

Sólgleraugu: High Key frá Quay Australia 

Skór: Nike

 

 

 

 

Vonandi var helgin ykkar æðisleg og að þið njótið sunnudagsins í botn!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

 

NIKE HIS&HERS

DetailsNew closet member

 Fyrr í vikunni splæstum við hjúin í sitthvort parið af sumarskóm en hvítir strigaskór eru búnir að vera á óskalistanum mínum þó nokkur sumur í röð. NIKE varð fyrir valinu eins og oft áður en að þessu sinni var það týpan Nike Air sem við féllum bæði fyrir. Er nokkuð eitthvað að því að vera smá í stíl í sumar?! Held nú ekki.

SONY DSCSONY DSCIMG_1354Processed with VSCOcam with f1 presetIMG_1403IMG_1355IMG_1475

Annars óska ég ykkur gleðilegt sumar gott fólk, ánægjulegt að heyra af sólinni á Íslandinu. Við Elmar ásamt tengdamömmu pössum okkur að nýta dönsku sólina vel þessa dagana, extra gaman að taka á móti gesti með svona dýrindis veðri.
Heyrumst X

..

NIKE Air summerkicks for us lovebirds, finally a proud owner of white sneakers. HELLO summer!

PATTRA

 

NIKE AIR MAX SEM VETRARSKÓR?

LÍFIÐSHOPTREND

1483319_10151879076652568_398386892_n

Þó að þið trúið því ekki þá hafa þessir skór orðið oftast fyrir valinu á klakanum hingað til. Þeir hafa alls ekki verið svo slæmir þar sem að botninn á Air skónum er þykkari en til dæmis á Free týpunni sem að ég hef verið að nota fram að þessum. Þegar að ég átti þá lengstu dagana fyrir jólin þá var ekkert annað í stöðunni en að halda í þægindin (sem að þó lúkka líka sem að er góður plús).

1511001_10151879029432568_230195550_n

Peysa: Lindex
Bolur: Lindex
Buxur: Lindex
Skór: Nike Air Max

1512569_10151879029737568_1147864159_n

Hattur: Mango
Skór: Nike Air Max

1524938_10151882430702568_1811964763_n-1

Peysa: COS
Kápa: H&M
Skór: Nike Air Max

Ég fer að skipta yfir í slabb skó til að ég eyðileggi ekki þessa strax. EN jahérna hvað maður verður háður þessu ágæta trendi. Mig langar í fleiri liti.
_

Afsakið lélegar myndir. Þær voru teknar á símann síðustu daga.

xx,-EG-.

SILVER NIKE AIR FASHION

FASHIONISTAFÓLKINSTAGRAMTREND

Konan sem að alltaf alltaf gengur um á pinnahælum birti þessa mynd á Instagram síðu sinni í morgun með orðunum:

,, Totally obsessed with my new silver Nike Air fashion bunnies, LOVE them!!!! x vb “

photo

 

Ég segi að þetta sé staðfesting á því að allir taki þátt í þessu sneakers æði – frú Beckham hjálpar allavega til við það. En þessir að ofan eru auðvitað mjög mikið fasjón, eins og hún. Ég gat þó hvergi fundið þá í sölu? En það er líklegt að þeir séu sérhannaðir fyrir drottninguna.

Update: Fást/Væntanlegir: HÉR

xx,-EG-.