Gjafaleikur: MOROCCANOIL

Hárvörur

Búið er að draga úr leiknum

Þær Aðalbjörg og Kittý voru dregnar út af handahófi. Endilega sendið mér skilaboð á Facebook! :)

xx

Þeir sem þekkja mig eða hafa fylgst eitthvað með mér á snapchat vita að ég elska hárvörurnar frá Moroccanoil. Olían, þurrsjampóið, hárspreyið og smoothing kremið eru allt fastir liðir í minni daglegu hárrútínu hvort sem ég er að gera mig fína eða bara að skella þurrsjampói og tagli í hárið fyrir æfingu. Lyktin af Moroccanoil vörunum gerir svo punktinn yfir i-ið, dásamleg!

Ég á flestar vörurnar að auki í litlum travel-size umbúðum þar sem ég ferðast mikið. Mig langaði svo að deila gleðinni með ykkur hér á Trendnet og hafði því samband við Regalo sem eru með Moroccanoil á Íslandi um að skella í smá gjafaleik með mér. Við ætlum að gefa tvo pakka sem innihalda fjórar Moroccanoil vörur í travel size. Þessir pakkar henta einstaklega vel á ferðalögum bæði innan- sem utanlands og langar mig því að gefa pakkana núna áður en stærsta ferðahelgi ársins skellur á.

Love is in the hair pakkinn kemur í sætri tösku sem inniheldur sjampó og næringu úr smooth línunni, þurrsjampó og original treatment olíuna. Mig langar að gefa tveimur heppnum sitthvoran pakkann – en annar pakkinn inniheldur þurrsjampó fyrir light tones og hinn pakkinn þurrsjampó fyrir dark tones.


Til þess að eiga möguleika á að vinna Love is in the hair pakkann þarft þú að:

1 – Smella á “like” hér að neðan OG deila færslunni á Facebook

2 – Skilja eftir athugasemd hér að neðan með nafni og hvort þú viljir light eða dark tones pakkann


Ég dreg af handahófi úr athugasemdum eftir helgi.

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif