.. smekkbuxur fyrir barnið

BARNAVÖRUR

Ég fór aðeins í Igló+Indi um daginn á Skólavörðustíg. Stelpurnar sem vinna þar eiga hrós skilið, buðust strax til að hjálpa mér inn með vagninn.. og á meðan ég skoðaði fötin léku þær við Snædísi. Nei, þetta er góð þjónusta.. ég veit ekki hversu oft ég hef labbað úr verslun án þess að skoða en núna var lítið mál að virða allt fyrir sér.

Ég keypti tvo pífuboli á hana fyrir næsta sumar, þeir voru á útsölu. Það er nóg til á útsölunni.. en ég rak svo augun í svakalega flottar smekkbuxur hjá þeim sem eru úr nýju línunni. Alveg er ég viss um að þær eigi eftir að seljast vel.. ég kaupi þær næst – ég var óvart búin að kaupa of mikið þennan daginn, þið kannist kannski við það :)

Efnið var svo geggjað.. hafiði ekki komið við bómularefni og bara ahhhmmmm.. langaði að koma lengur við það. Svo las ég aðeins um buxurnar en framleiðsluferlið er til fyrirmyndar. Buxurnar fást hér og eru til í þremur litum.

Annars sá ég líka þessi sett á síðunni þeirra sem eru væntanleg (ég veit þó ekki hvenær).. þau eru líka ótrúlega sæt! Það sést hreinlega á myndunum hve góðar þessar buxur eru. Stroff að neðan og hátt mitti klikkar ekki :)

ÍGLÓ

ALBA

Þetta fallega búðarborð er ekki það eina fallega við íslensku barnafata verslunina Ígló í Kringlunni.

Verslunin er nýlega opnuð fegurð fyrir okkur mæðgur að heimsækja. Það sem að ég gat notið mín innan um fögru barnaklæðin á meðan að dóttir mín var til friðs á meðan (það er ekki sjálfgefið). Þrátt fyrir fermetrafjölda hefur Ígló náð að gera búðina mjög aðgengilega.  Leikhorn í miðju verslunarinnar þar sem að börnin detta aldrei úr augnsýn foreldranna er þar toppurinn að mínu mati.
Ég þakka fyrir mig og mína. Við gerðum mjög góð kaup á útsölunni.


Samfestingur: Ígló


Blússa og buxur: Ígló

xx,-EG-.