GÖNGUM SAMAN

ANDREA RÖFN

Göngum saman er styrktarfélag sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Félagið leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins, og stendur fyrir vikulegum göngum sem opnar eru öllum áhugasömum. Í tilefni 10 ára afmælis Göngum saman hefur Hildur Yeoman hannað hettupeysur, boli og poka sem fara í sölu á morgun, 4. maí, í versluninni Yeoman – meira hér. Á dögunum sat ég fyrir í fötunum sem Hildur hannaði. Þau eru bæði falleg og þægileg, en fyrst og fremst hafa þau mikilvæga þýðingu fyrir mikilvægt málefni. 

Myndir: Rut Sigurðardóttir
Make-up: Natalie Hamzehpour
Fatnaður: Hildur Yeoman

Svo sat Jónas (ofurmyndarlegi) bróðir minn einnig fyrir :-)

Ef þið viljið leggja málefninu lið mæli ég með því að kíkja í veislu í Yeoman á morgun, eða styrkja með fjárframlagi hér.

xx

Andrea Röfn

LYKLAKIPPA TIL STYRKTAR RANNSÓKNA Á BRJÓSTAKRABBAMEINI

Íslensk hönnunSkartUmfjöllun

Styrktarfélagið Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini mun í apríl selja lyklakippu sem fatahönnuðurinn Hlín Reykdal hefur hannað fyrir félagið og mun ágóði af sölunni renna í rannsóknarsjóð félagsins.

Hlín Reykdal er óþarfi að kynna svo þekkt er hún fyrir hönnun ýmiskonar fylgihluta svo sem hálsmena og armbanda. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2009, með B.A. gráðu í fatahönnun og er einn af eigendum og stofnendum verslunarinnar KIOSK sem er á Laugavegi 65.

Í tilefni af 5 ára afmæli Göngum saman fyrir tveimur árum hannaði Hlín armbönd fyrir félagið. „Það var stórkostlegt að koma að styrkveitingu félagsins um haustið þar sem ungur vísindamaður fékk milljónina sem armböndin mín gáfu af sér til að rannsaka brjóstakrabbamein – rannsókn sem einn daginn gæti stuðlað að lækningu. Mig langaði því til að endurtaka leikinn. Þetta er svo skemmtilegt og gefandi verkefni og dásamlegt að fá að vinna með svona sterkum og dugmiklum konum eins og eru í Göngum saman.“

photo 1 photo 2

Gunnhildur Óskarsdóttir formaður Göngum saman, segir framlag Hlínar mikils virði fyrir félagið. „Það er heiður fyrir okkur að svona góður hönnuður kjósi að leggja okkur aftur lið með þessum hætti. Við erum afskaplega hrifnar af vörum Hlínar og lyklakippan – sem einnig er hægt að nota sem töskuskraut – er falleg og vönduð og frábær gjöf. Það verður auk þess leikur einn að finna lyklana í þeim frumskógi sem venjulegt kvenveski vill stundum vera.“

Í dag, fimmtudaginn 10. apríl verður hamingjustund í versluninni Kiosk á Laugavegi 65 frá klukkan 17 til 19 þar sem lyklakippan verður frumsýnd. Lyklakippan verður í framhaldinu til sölu í versluninni Kiosk út apríl eða meðan birgðir endast.

Ætlum við ekki allar að styrkja þetta verðuga málefni og næla okkur í svona fallega lyklakippu í leiðinni?

:)

GÖNGUM SAMAN MEÐ KRONKRON

ALMENNT

Verslunin KronKron stendur fyrir frábæru framtaki sem að við konur ættum ekki að láta fara fram hjá okkur. En um er að ræða sölu á bolum og höfuðklútum til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Bolirnir og höfuðklútarnir voru hannaðir af Kron by Kronkron og fara í sölu á morgun 8.maí. Allur ágóði af sölunni fer í styrktargöngu sem að fram fer á mæðradaginn 12 maí – Göngum saman.

Untitled 3 1

Ég hvet sem flesta til að kaupa sér einn styrktarbol eða klút – Margt smátt gerir eitt stórt.

Verð: 4000 isk

Meira um þetta mikilvæga málefni: HÉR

xx,-EG-.