INKLAW X CINTAMANI SAMSTARF:

LOOKTÍSKAUPPÁHALDSWANT

Efir að Inklaw Clothing sýndi vörurnar sínar á Reykjavik Fashion Festival þá heillaðist ég virkilega af merkinu en Inklaw var að kynna samstarf við Cintamani, INKLAW X Cintamani. Línan var sýnd í dag í Cinta­mani versl­un­inni við Banka­stræti 7 & var mér boðið í heimsókn. Flíkurnar eru endurunnar en þær eru hand­gerðar & mynstr­in hand­máluð með máln­ingu.

Það er virkilega skemmtilegt að fylgjast með merkinu & strákunum á bakvið það – enda gengur þeim ótrúlega vel!

x
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

RFF hönnuðirnir í Nýju Lífi

BaksviðsFallegtFashionFW2014Íslensk HönnunRFF

Þó mér hafi fundist mjög gaman að lesa yfir viðtalið við Kate í nýjasta tölublaði Nýs Lífs þá var ég alveg heilluð af myndaþættinum þar sem hönnuðir merkjanna sem munu sýna á RFF í lok mánaðarins sátu fyrir. Ég rakst á myndirnar á Facebook síðu Nýs Lífs HÉR og gat ekki staðist það að birta þær!

Ljósmyndarinn Heiða Helgadóttir á heiðurinn af þessum fallegu myndum:RFFCintamani hópurinn samanstendur af Guðbjörgu Jakobsdóttur, Þóru Ragnarsdóttur og Rún Gunnarsdóttur. Persónulega er ég mjög forvitin að sjá hvað þær munu bjóða uppá á RFF :)RFF2Rebekka Jónsdóttir hönnuður hjá REY. Línan hennar í fyrra var alveg æðisleg, hún Rebekka gerir alveg einstaklega falleg snið, klæðlegar og fallegar gersemar. Ég er mjög spennt að sjá hvað hún ætlar að bjóða uppá!RFF3Guðmundur Jörundsson hjá JÖR er náttúrulega bara snillingur með meiru! Ég á þrjár flíkur úr síðustu vetrarlínunni hans og ég get varla beðið eftir því að fá að sjá hvað hann og hans fólk mun bjóða okkur uppá næst.RFF4Katrín Káradóttir hjá Ellu er svo hæfileikarík og gerir svo fallegar og elegant flíkur sem konur eru yfir sig hrifnar af. Ég hef nú ekki gerst svo fræg að eignast flík frá Ellu en kannski verður bráðum breyting á :)RFF5Magnea Einarsdóttir hefur sannað sig með sinn einstaka stíl. Ég er rosalega spennt að sjá hvernig hún fylgir síðustu línunni sinni eftir.RFF6Harpa Einarsdóttir hönnuður Ziska. Ég hálfpartin saknaði þess að sjá ekki neitt frá Hörpu á síðustu RFF þar sem hún kom með svo ótrúlega flotta línu á hátíðinni þar á undan. Ég er mjög ánægð að hún sé með aftur í ár.RFF7Hin yndislega Bergþóra frá Farmers Market er náttúrulega bara snillingur með meiru. Sýningin hjá Farmers Market í fyrra var æðisleg, stemmingin var mögnuð og flíkurnar hver annarri fallegri. Ég er mikill aðdáandi Bergþóru og merkisins og hlakka til að sjá hvað verður í boði í ár:)1969278_883448305003615_1638484864_nSigga Maja sýnir í fyrsta sinn á RFF, ég veit ekker við hverju ég á að búast en ég er fáránlega spennt að sjá hvað hún ætlar að sýna ég hef bara heyrt góða hluti um þessa.

Spenningurinn fyrir RFF er farinn að verða mikill hjá mér. Það styttist óðum í hátíðina og ég hvet ykkur til að kaupa miða ef þið eruð aðdándur íslenskrar hönnunar!

EH