BLÓM & HVÍTUR DRAUMUR

Heimili

Fullkomin helgi að baki og það er fátt sem toppar það að mínu mati en að enda góðan dag á fallegum heimilisinnblæstri. Þetta heimili er með þeim fallegri sem ég hef séð svo sumarlegt og bjart með blómum í hverju horni. Íbúðin er ekki nema 60 fm og staðsett á háalofti og skartar því ekki mörgum gluggum en til að vega upp á móti því eru allir veggir málaðir hvítir og glerveggir notaðir til að aðskilja rými. Takið eftir fallegu sumarblómunum í vösunum, núna er tíminn sem engar afsakanir gilda að hafa ekki falleg blóm í vasa sem gefa heimilinu svo mikið líf og lit – lúpínur vaxa jú á hverju horni.

Þetta svefnherbergi kallar á mig – þvílíkt fegurð.

Í svona litlum rýmum er sniðugt að nota margnota borð sem auðvelt er að færa á milli rýma og breyta til með.

Hér er einnig notað gler við handriðið allt til þess að opna rýmið sem mest.

Myndir via Entrance Makleri

Ekta skandinavískur heimilisinnblástur – eins og hann gerist bestur.

Vonandi var helgina ykkar æðisleg, ég get varla beðið eftir næstu dögum og komandi freknum. Sumarið lét loksins sjá sig ♡

INNLIT: HAUSTFÍLINGUR

Heimili

Innlit dagsins er með dásamlegu haustívafi sem er alveg fullkomið á þessum líka fína degi. Ég sem er einmitt búin að vera að dást að útsýninu úr mínum glugga í dag, eldrauð fuglaber á stóru glæsilegu tré sem er byrjað að skipta úr grænum lit yfir í brúnann og það eru einmitt litirnir sem spila aðalhlutverk í þessu innliti. Það eru alltaf sumir sem breyta til á heimilinu við árstíðarskipti og skipta út björtustu litunum fyrir meiri jarðliti, ég gæti vel hugsað mér fallegan haustvönd í vasa eins og sjá má á einni myndinni hér að neðan svona til að taka vel á móti haustinu…

55180975518103

5518105

 5518109

5518107

  5518117

5518099

  5518091

5518071 5518069

5518149

5518145

Via Entrance Makleri

Ert þú með trix til að breyta til á heimilinu við árstíðarskipti? Haustið er án efa minn uppáhalds árstími ♡

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111