RFF 2017

Þetta blogg er tileinkað Reykjavík Fashion Festival 2014. Hér verður fjallað um aðdraganda og undirbúning, fólkið á bak við hátíðina sem og hátíðina sjálfa sem fer fram laugardaginn 29.mars

REY á RFF2013

RFF2013

REY með Rebekku Jónsdóttur í fararbroddi mun taka þátt í RFF á laugardaginn og ég bíð spennt eftir að sjá hvað koma skal frá þeim.
Haust & vetrarlína merkisins 2012 var ótrúlega falleg og hér má sjá myndir af facebook síðu REY teknar af Elísabetu Davíðsdóttur.

Gullfallegar myndir

Þessi skyrta mætti alveg birtast í mínum fataskápi!

Þetta pils!

Allt svo fínt, hlakka til að sjá meira.

Margrét Þóroddsdóttir

E L L A á RFF2013

RFF2013

ELLA er ein þeirra 8 hönnuða sem munu sýna á RFF í Hörpunni næstkomandi laugardag.
Hér má sjá myndir teknar af facebook síðu Ellu sem sýna sumarlínu merkisins síðasta sumar.

,,At ELLA we think how we can empower women through every single ELLA piece we make.”

Guðdómlegur gulur litur.

Kvenlegir, vel sniðnir kjólar eru einkennandi fyrir Ellu  Gullfallegt!

Við hlökkum til að sjá hvað koma skal í haust/vetrarlínu Ellu 2013.

Margrét Þóroddsdóttir.

RFF fitting

RFF2013

Undirbúningurinn fyrir Reykjavík Fashion Festival er nú í fullum gangi og eins og við er að búast er mikið lagt í hátíðina í ár. Við kíktum í fitting hjá hönnuðunum um helgina og ljóst er að það er von á góðu.

Ljósmyndari: Berglind Ósk

Trendnet mun fylgjast vel með framhaldinu.

Bíðið spennt.

Lísa Hafliðadóttir

Reykjavík Fashion Festival 2013

RFF2013

Nú styttist óðum í að Reykjavík Fashion Festival fari í loftið í fjórða sinn en þessi tískuhátíð hefur löngum skapað sér fastan sess í menningarlífi borgarinnar. Í fyrsta sinn er RFF tengt HönnunarMars og fara sýningarnar allar fram laugardaginn 16.mars í Hörpu. Það má því búast við glaum og gleði þar um helgina!

Hönnuðir sem koma fram á RFF í ár eru
Mundi&66North
Ella
Huginn Muninn
Andersen&Lauth
REY
Farmers Market
Jör by Guðmundur Jörundsson


Þetta blogg á Trendnet verður tileinkað Reykjavík Fashion Festival í ár þar sem við fylgjumst með aðdraganda og undirbúning hátíðarinnar í vikunni sem og gerum sýningunum á laugardaginn góð skil!

Fylgist með!!