fbpx

RFF 2017

Ziska – RFF 2014

RFF2014

Rétt í þessu var Ziska að frumsýna fatalínu sína fyrir haust/vetur 2014 -15 hér í Silfurbergi. Listakonan Harpa Einarsdóttir er hönnuðurinn á bakvið línuna en Trendnet tók Hörpu tali og spurði hana um innblásturinn að baki línunni og ferlið tengt RFF.

Hver var innblásturinn þinn fyrir línuna?
Línan heitir ,,Just Ride” og er innblásin af mongólskum arnar veiðimönnum. Sniðin eru sum í anda þessara stórfenglegu manna sem ríða á fákum sínum og nota erni til að veiða í matinn. Ég er alin upp innan um hesta og upplifunin við að þjóta um í stórbrotnu landslagi hefur haft mikil áhrif á sköpunarferli mitt. Þetta frelsi og tenginin við náttúruna er útgangspunkturinn í þessari línu.

Hvað er skemmtilegast við RFF?
Skemmtilegast er stundin þegar módelin eru tilbúin að ganga út á pallinn, spennan er mögnuð. Ég er líka þakklát fyrir einstaka samvinnu með ótrúlega hæfileikaríku fólki. Ég hef fengið hjálp úr ýmsum áttum og er afar þakklát fyrir allan stuðninginn.

DSC_0063

DSC_0038

DSC_0029
DSC_0069
DSC_0057

DSC_0034

DSC_0027

DSC_0024

DSC_0075

Gullfalleg mynstur og litasamsetningar er það sem einkennir línuna sem er svipuð dulúð. Það sem stóð upp úr var stórbrotið opnunarvideo þar sem náttúran var í aðalhlutverki. Í heildina glæsileg, töffaraleg lína – við hlökkum til að sjá meira frá Ziska.

Margrét Þóroddsdóttir

 

Farmers Market - RFF 2014

Skrifa Innlegg