Heiðursgestur RFF hátíðarinnar í ár er ljósmyndarinn Roxanne Lowit. Roxanne er heimsþekkt í heimi tísku, listar og fræga fólksins. Hún hefur myndað fyrir tímarit á borð við Vanity Fair og Tatler og einnig hafa myndir eftir hana birst í bandaríska, þýska, franska og ítalska Vogue. Bókin hennar “Backstage Dior. Foreword & Fashion by John Galliano” sem kom út árið 2009 fékk góðar viðtökur og hlaut hún til að mynda Luise Awards ljósmyndaverðlaun fyrir bestu bókina.
Á sínum glæsta ferli sem spannar heil 40 ár hefur Roxanne myndað fjölda heimsþekktra listamanna og kvikmyndastjarna. Það er því heiður fyrir Reykjavík Fashion Festival að fá Roxanne til að fylgjast með hátíðinni í ár.
Lísa Hafliðadóttir
Skrifa Innlegg