fbpx

RFF 2017

RFF17 – Facechörtin

RFF2017

Það er mikilvægt fyrir förðunarfagfólkið sem vinnur baksviðs á viðburðum eins og Reykjavík Fashion Festival að vera með öll smáatriði á hreinu. Glósur, myndir og vörulistar eru notaðir til að rifja upp minnstu smáatriði en svo er það þetta skemmtilegasta og það eru facechört. Teikningar af förðununum sjálfum þar sem réttar vörur eru notaðar til að móta og fullkomna förðunina á blaði.

Facechörtin fyrir Reykjavík Fashion Festival voru teiknuð af efnilegum listamanni, förðunarfræðing frá Reykjavík Makeup School og einum af meðlimum förðunarteymisins baksviðs honum Alexander Sigurði Sigfússyni. Myndirnar eru algjört augnakonfekt svo meira sé ekki sagt og að sjálfsögðu notar hann vörurnar frá NYX Professional Cosmetics til að fullkomna teikningarnar…

facechart4

Myrka

Áherslan var á fallegri húð, glansandi augu og fallegar varir.

facechart5

Cintamani

Hraust og falleg húð, ljómandi augu sem voru fullkomnuð með Lid Lingerie lit á augunum.

facechart6

Magnea

Glansandi húð eða réttara sagt glossy húð og sjúklega flottar orange tóna varir með mattri áferð.

facechart3

Another Creation

Draumur allra förðunarfræðinga! Lúkk sem er inspirerað frá geishum, hér var allt að gerast og eitt heitasta förðunartrend tískupallanna um þessar mundir – drape-ing – var eitt af áhersluatriðum förðunarinnar.

facechart2

Inklaw

Förðunin tók reyndar breytingum morguninn sem sýninginn var en þetta var upphaflega hugmyndin sem þróaðist svo útí áberandi liner og dökkar varir. En facechartið er svo svakalega flott að það er ekki séns að sleppa því að sýna það!

facechart

Aníta Hirlekar

Falleg, mött húð, náttúruleg augu og vínlitaðar blurri varir. Þetta skemmtilega smáatriði með varirnar vakti sérstaklega lukku!

Sannkölluðu listaverk þessi facechört hjá honum Alexander – hér er listamaður á ferð! Hvernig finnst ykkur?

RFF//Trendnet

RFF: GÖTUTÍSKAN

Skrifa Innlegg