fbpx

RFF 2017

RFF Spurt & Svarað – Sara

RFF2017

Þá er fyrsti í RFF 2017 mættur í öllu sínu veldi! Þá er um að gera að halda áfram að kynnast fólkinu sem vinnur bakvið tjöldin í sýningunni í ár. Sara Dögg Johansen er hinn eigandi Reykjavík Makeup School og annar Key Make Up Artist hátíðarinnar í ár ásamt henni Sillu – HÉR. Sara Dögg hefur brallað ýmislegt í gegnum tíðina og skapað sér sérstaklega flott nafn sem förðunarfræðingur á Íslandi. Hún ásamt Sillu hefur mótað stóran hluta förðunarfræðinga sem eru starfandi á Íslandi í dag í gegnum förðunarskólann Reykjavík Makeup School og séð um farðanir fyrir myndatökur, auglýsingar, tískuþætti og stóra viðburði. Þær stöllur eru sérstaklega spenntar að takast á við Reykjavík Fashion Festival í fyrsta sinn ásamt teyminu sínu og mikill spenningur er fyrir sýningum helgarinnar.

Fylgist með á RFF2017 blogginu í dag til að sjá stemminguna baksviðs, upplifa sýningarnar og fá tískuna beint í æð!

12719248_541185742729297_3277556800325661304_o

Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir

Hversu lengi hefurðu starfað sem förðunarfræðingur?
Ég útskrifaðist sem airbrush-og förðunarfræðingur árið 2010 en hef starfað við förðun síðan 2008

Hvaða verkefni á ferlinum standa uppúr?
Það eru svo mörg verkefni sem standa uppúr en ég myndi segja þegar ég farðaði fyrstu forsíðutökuna mína, það var alltaf draumur að farða fyrir forsíðu og mér þykir rosalega vænt um þá töku. Annað sem stendur svo uppúr er frá því í fyrra þegar ég var að sjá um förðunina fyrir Miss Universe Iceland en í kjölfarið var með boðið í roadtrip um Bandaríkin með Miss Universe teyminu, það var stór og skemmtileg upplifun og ótrúlega mikið af flottu hæfileikaríku fólki sem maður kynntist í þeirri ferð. Stæðsta verkefnið er svo auðvitað þegar við Silla opnuðum Reykjavik Makeup School en það eru forrettindi að fá að kenna svona hæfileikaríkum krökkum alla daga og sjá þá blómstra í því sem þeim finnst skemmtilegast að gera.

17310053_1745267498821687_6918044016140572135_o

Sara Dögg sá um förðunina á forsíðu nýjasta tölublaðs Nýs Lífs.

Hvernig hefur undirbúningur gengið fyrir?

Undirbúningurinn fyrir RFF hefur gengið vonum framar. Við vorum með makeup keppni þar sem um 50 förðunarfræðingar tóku þátt og kepptust um að fá pláss í förðunarteyminu, en í lokin voru 15 förðunarfræðingar valdir. Við höfum svo hitt hvern hönnuð fyrir sig og hannað með þeim look með allskonar áherslum í takt við fatalínurnar þeirra. Síðasta sunnudag vorum við svo með makeup rennsli þar sem við sýndum öll 6 makeup lookin fyrir teymið og fórum yfir allt skref fyrir skref til að undirbúa þau fyrir það sem koma skal. Gott skipulag og samvinna er lykilatriði þegar kemur að svona stórri sýningu og auðvitað væri þetta ekki hægt nema að hafa frábært teymi í kringum sig.

Hverju ertu spenntust fyrir í tengslum við RFF?

Það hefur verið draumur í mörg ár að farða fyrir RFF þannig ég myndir segja að ég sé spennt fyrir öllu og fá að deila þessari reynslu með nemendum mínum. Ég er líka mjög spennt að fá að vinna með öllu því flotta og hæfileikaríka fólki sem kemur að RFF.

Hvaða 5 vörur frá NYX eru ómissandi í snyrtibuddunni þinni?

Strobe Genius Highlighter Palette ég elska að geta blandað saman mismunandi litum á ljóma eftir húðtýpum og lookum, mér finnst þessi palletta alveg æðilsleg í kittið hún hefur upp á svo mikið að bjóða. Natural varablýanturinn hefur verið í kittinu mínu síðan 2010 en hann er fyrsti varablýanturinn sem ég fékk og ég hef verið sjúk í hann síðan. Angel Veil Primer æðislegur primer sem jafnar húðina og gerir svo fallegan grunn og lengri endingu fyrir farðann. Micro Brow Pencil í litnum Taupe, náttúrulegur augabrúnalitur sem er fullkomin í að fylla inn “hár“ í augabrúnir án þess að þær virðist of teiknaðar. Hot Single Shadow í litnum Stiletto, þessi litur er fullkominn sem fyrsi litur í skyggingar á augum og einnig einn og sér á augnlokið. Hinn fullkomni hlýji brúni litur sem allir ættu að eiga í snyrtibuddunni sinni.

17409965_10210999337612985_1239531980_n

Hvað tekur við eftir RFF?
Við erum með þétt setna dagskrá eftir RFF en það er mikið skemmtilegt að gerast hjá okkur upp í Reykjavík Makeup School. Á mánudeginum eftir RFF byrjum við með nýtt námskeið þar sem við erum með dagskóla og kvöldskóla. Á næstunni verðum við svo með Masterclass námskeið með erlendum förðunarmeistara sem kemur hingað til landsins til að kenna það vinsælasta í förðun.

13254400_577419369105934_409059253348892225_n

Auk þess að stýra og kenna við Reykjavík Makeup School hafa þær Sara og Silla fengið erlenda förðunarfræðinga til landsins til að halda Masterclass námskeið, hér eru þær ásamt Ariel.

Hvaða förðunarráði getur þú deilt með lesendum sem er þér ómissandi í starfi!
Ég elska góð rakakrem og mér finnst þau vera lykillinn að fallegri förðun. Farðinn verður miklu fallegri þegar hann er settur yfir rakakrem, náttúrulegri og fær aukinn ljóma. Einnig er rakasprey eitthvað sem allir ættu að eiga í snyrtibuddunni en þú getur spreyjað þvi fyrir farða og eftir farða. Það er líka fullkomið til að fríska upp á andlitið yfir daginn og það hjálpar til við að láta púðurvörur aðlagast húðinni þannig að húðin verði náttúrulegri.

Kærar þakkir fyrir spjallið elsku Sara – við hlökkum til að sjá töfra ykkar Sillu og Reykjavík Makeup School teymisins í Hörpu um helgina!

RFF//Trendnet

OUTFIT INNBLÁSTUR FYRIR RFF:

Skrifa Innlegg